Hamilton: Ók með heilanum og hjartanu 24. júlí 2011 16:43 Lewis Hamilton fagnar sigrinum í dag. AP mynd: Jens Meyer Lewis Hamilton var kampakátur eftir að hafa unnið Formúlu 1 mótið á Nürburgring í dag með McLaren. „Allir sigrar eru sérstakir, en eftir allt umstangið og undirbúnining liðsins fyrir mótið í dag, þá er þessi sigur enn sérstakari en ella", sagði Hamilton eftir mótið í dag. Hann háði harða keppni við Mark Webber á Red Bull og Fernando Alonso á Ferrari um sigurinn. „Ég var búinn að segja að ég ætlaði að taka eitt mót í einu og það var því verulega jákvætt að vinna. En það er mikið eftir af tímabilinu og nú reynir á þolgæðin og hraðann héðan í frá." „Ég var á ystu nöf hring eftir hring og reyndi að aka fullkomlega, en um leið af krafti. Mér fannst margt af því sem ég gerði í dag með því nákvæmara sem ég hef sýnt í akstri. Það var gott að geta ekið með heilanum og hjartanu á hárréttan hátt og það er mjög gefandi." „Slagurinn um meistaratitilinn verður harður, en við erum mættir í slaginn. Ég vona að við getum haldið slagkraftinum áfram", sagði Hamilton, sem hefur færst upp í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna á eftir Sebastian Vettel og Mark Webber á Red Bull. Mest lesið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Lewis Hamilton var kampakátur eftir að hafa unnið Formúlu 1 mótið á Nürburgring í dag með McLaren. „Allir sigrar eru sérstakir, en eftir allt umstangið og undirbúnining liðsins fyrir mótið í dag, þá er þessi sigur enn sérstakari en ella", sagði Hamilton eftir mótið í dag. Hann háði harða keppni við Mark Webber á Red Bull og Fernando Alonso á Ferrari um sigurinn. „Ég var búinn að segja að ég ætlaði að taka eitt mót í einu og það var því verulega jákvætt að vinna. En það er mikið eftir af tímabilinu og nú reynir á þolgæðin og hraðann héðan í frá." „Ég var á ystu nöf hring eftir hring og reyndi að aka fullkomlega, en um leið af krafti. Mér fannst margt af því sem ég gerði í dag með því nákvæmara sem ég hef sýnt í akstri. Það var gott að geta ekið með heilanum og hjartanu á hárréttan hátt og það er mjög gefandi." „Slagurinn um meistaratitilinn verður harður, en við erum mættir í slaginn. Ég vona að við getum haldið slagkraftinum áfram", sagði Hamilton, sem hefur færst upp í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna á eftir Sebastian Vettel og Mark Webber á Red Bull.
Mest lesið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira