Fitch Ratings setur lánshæfi Grikklands tímabundið í gjaldþrot 25. júlí 2011 07:15 Matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur fellt lánshæfiseinkunn Grikklands tímabundið niður í D eða gjaldþrot. Reiknað er með að einkunnin komist aftur upp í ruslflokk eftir nokkra daga. Við þessu var búist enda höfðu öll stóru matsfyrirtækin þrjú varað við því að endurskipulagning á skuldum Grikklands myndi hafa þessi áhrif. Í frétt um málið á Reuters segir að leiðtogar evrusvæðisins hafi lagt fram ítarlega áætlun á fundi sínum fyrir helgina um hvernig ætti að bregðast við tímabundnu gjaldþroti Grikklands. Rætt er við David Riley yfirmann þjóðríkjamats hjá Fitch en hann segir að eðli aðkomu einkageirans, það er bankakerfisins, að neyðaraðstoðinni feli í sér ígildi takmarkaðs gjaldþrots. Þar á hann við að auk 109 milljarða evra sem koma frá ESB og AGS eiga bankar að leggja til 50 milljarða evra í formi lánalenginga til allt að 30 ára og mikillar lækkunar á vöxtum. Fyrir bankana er þetta biti upp á vel yfir 8.000 milljarða króna sem er meir en fimmföld landsframleiðsla Íslands. Riley reiknar með að þegar búið verði að ganga frá lánalengingum og vaxtabreytingum muni Grikkland aftur fá einkunnina CCC eða jafnvel B en það er samt sem áður frekar léleg rusleinkunn. Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur fellt lánshæfiseinkunn Grikklands tímabundið niður í D eða gjaldþrot. Reiknað er með að einkunnin komist aftur upp í ruslflokk eftir nokkra daga. Við þessu var búist enda höfðu öll stóru matsfyrirtækin þrjú varað við því að endurskipulagning á skuldum Grikklands myndi hafa þessi áhrif. Í frétt um málið á Reuters segir að leiðtogar evrusvæðisins hafi lagt fram ítarlega áætlun á fundi sínum fyrir helgina um hvernig ætti að bregðast við tímabundnu gjaldþroti Grikklands. Rætt er við David Riley yfirmann þjóðríkjamats hjá Fitch en hann segir að eðli aðkomu einkageirans, það er bankakerfisins, að neyðaraðstoðinni feli í sér ígildi takmarkaðs gjaldþrots. Þar á hann við að auk 109 milljarða evra sem koma frá ESB og AGS eiga bankar að leggja til 50 milljarða evra í formi lánalenginga til allt að 30 ára og mikillar lækkunar á vöxtum. Fyrir bankana er þetta biti upp á vel yfir 8.000 milljarða króna sem er meir en fimmföld landsframleiðsla Íslands. Riley reiknar með að þegar búið verði að ganga frá lánalengingum og vaxtabreytingum muni Grikkland aftur fá einkunnina CCC eða jafnvel B en það er samt sem áður frekar léleg rusleinkunn.
Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira