Hamilton vill halda slagkraftinum eftir sigur 26. júlí 2011 17:43 Lewis Hamilton fagnar sigri í Þýskalandi á sunnudaginn. AP mynd: Jens Meyers Lewis Hamilton getur vart beðið eftir því að keppa í Ungverjalandi um næstu helgi, eftir frækinn sigur í Þýskalandi á sunnudaginn í spennandi keppni á milli hans, Fernando Alonso og Mark Webber. „Eftir sigurinn á Nurburgring á sunnudag, þá get ég ekki beðið eftir ungverska kappakstrinum. Liðið vann frábærlega um síðustu helgi og ég vil halda slagkraftinum á Hungaroring", sagði Hamilton í fréttaskeyti frá McLaren. Hamilton er kominn í þriðja sætið í stigakeppni ökumanna, en Sebastian Vettel leiðir mótið sem fyrr og Mark Webber er í öðru sæti. „Þetta viðfangsefni verður að öðrum toga. Það verður heitara í veðri og eðli brautarinnar er annað. Hungaroring brautin er hlykkjótt og þröng, ekki ólík Mónakó og það er ekkert hægt að slaka á. Við erum alltaf á fullu á bakvið stýrið og það tekur á." „Mér hefur alltaf gengið vel í Ungverjalandi. Mér líkar við mig á brautinni af því hún er af gamla skólanum og er söguleg. Mikið um hóla og hæðir og hefur mikinn karakter." „Það var lítill munur á McLaren, Ferrari og Red Bull í Þýskalandi og það verður stórfenglegt að sjá hvaða lið verður í forysthlutverki um næstu helgi", sagði Hamilton. Brautarlýsing er á kappakstur.is. Formúla Íþróttir Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Lewis Hamilton getur vart beðið eftir því að keppa í Ungverjalandi um næstu helgi, eftir frækinn sigur í Þýskalandi á sunnudaginn í spennandi keppni á milli hans, Fernando Alonso og Mark Webber. „Eftir sigurinn á Nurburgring á sunnudag, þá get ég ekki beðið eftir ungverska kappakstrinum. Liðið vann frábærlega um síðustu helgi og ég vil halda slagkraftinum á Hungaroring", sagði Hamilton í fréttaskeyti frá McLaren. Hamilton er kominn í þriðja sætið í stigakeppni ökumanna, en Sebastian Vettel leiðir mótið sem fyrr og Mark Webber er í öðru sæti. „Þetta viðfangsefni verður að öðrum toga. Það verður heitara í veðri og eðli brautarinnar er annað. Hungaroring brautin er hlykkjótt og þröng, ekki ólík Mónakó og það er ekkert hægt að slaka á. Við erum alltaf á fullu á bakvið stýrið og það tekur á." „Mér hefur alltaf gengið vel í Ungverjalandi. Mér líkar við mig á brautinni af því hún er af gamla skólanum og er söguleg. Mikið um hóla og hæðir og hefur mikinn karakter." „Það var lítill munur á McLaren, Ferrari og Red Bull í Þýskalandi og það verður stórfenglegt að sjá hvaða lið verður í forysthlutverki um næstu helgi", sagði Hamilton. Brautarlýsing er á kappakstur.is.
Formúla Íþróttir Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira