Ósætti um sjónvarpstekjur Barcelona og Real Madrid Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. júlí 2011 23:30 David Villa fagnar marki í leik gegn Real Madrid á síðustu leiktíð. Nordic Photos/AFP Forseti spænska knattspyrnufélagsins Real Betis segir að sívaxandi yfirburðir Barcelona og Real Madrid séu slæm fyrir spænsku deildina. Hann segir að skoða verði sjónvarpstekjur stórliðanna miðað við tekjur minni liðanna. Það er óhætt að segja að sjónvarpstekjurnar dreifist ekki jafnt milli félaganna í spænsku fyrstu deildinni La Liga. Barcelona og Real Madrid fá um helming sjónvarpsteknanna til sín en afgangurinn deilist milli hinna félaganna. „Bilið milli Barcelona, Real Madrid og hinna liðanna mun halda áfram að vaxa og vaxa,“ segir Miguel Guillen forseti Real Betis sem vann sér sæti í La Liga á nýjan leik í vor. Betis á í miklum fjárhagserfiðleikum líkt og fleiri spænsk lið. Jose Maria del Nido, forseti Sevilla nágrannaliðs Betis, er sama sinnis og segir spænsku deildina vera rusl. „Fólk í Suður-Ameríku, Asíu og Bandaríkjunum mun missa áhuga á deildinni því það veit að aðrir leikir en viðureignir Barcelona og Real Madrid skipta engu máli,“ sagði del Nido. Útreikningar prófessorsins Jose Maria Gay við háskólann í Barcelona sýna að Barcelona fékk 158 milljón evrur í sjónvarpstekjur tímabilið 2009-2010 og Real Madrid 136 milljón evrur. Samanlagt gera þetta 48 prósent af heildartekjum deildarinnar. Getafe, nágrannar Real Madrid, fengu til samanburðar 6 milljónir evra eða 1 prósent af heildinni. Málum er öðruvísi háttað í ensku úrvalsdeildinni. Til dæmis fékk Manchester United 64.5 milljón evrur umrætt tímabil eða tæp sex prósent. Bolton og Wolves fengu til samanburðar rúmar 40 milljónir evra eða um fjögur prósent af heildarpakkanum. Öllu jafnari dreifing. Barcelona og Real Madrid hafa samið við hin lið deildarinnar um jafnari skiptingu sjónvarpstekna frá og með árinu 2015. Spænski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Forseti spænska knattspyrnufélagsins Real Betis segir að sívaxandi yfirburðir Barcelona og Real Madrid séu slæm fyrir spænsku deildina. Hann segir að skoða verði sjónvarpstekjur stórliðanna miðað við tekjur minni liðanna. Það er óhætt að segja að sjónvarpstekjurnar dreifist ekki jafnt milli félaganna í spænsku fyrstu deildinni La Liga. Barcelona og Real Madrid fá um helming sjónvarpsteknanna til sín en afgangurinn deilist milli hinna félaganna. „Bilið milli Barcelona, Real Madrid og hinna liðanna mun halda áfram að vaxa og vaxa,“ segir Miguel Guillen forseti Real Betis sem vann sér sæti í La Liga á nýjan leik í vor. Betis á í miklum fjárhagserfiðleikum líkt og fleiri spænsk lið. Jose Maria del Nido, forseti Sevilla nágrannaliðs Betis, er sama sinnis og segir spænsku deildina vera rusl. „Fólk í Suður-Ameríku, Asíu og Bandaríkjunum mun missa áhuga á deildinni því það veit að aðrir leikir en viðureignir Barcelona og Real Madrid skipta engu máli,“ sagði del Nido. Útreikningar prófessorsins Jose Maria Gay við háskólann í Barcelona sýna að Barcelona fékk 158 milljón evrur í sjónvarpstekjur tímabilið 2009-2010 og Real Madrid 136 milljón evrur. Samanlagt gera þetta 48 prósent af heildartekjum deildarinnar. Getafe, nágrannar Real Madrid, fengu til samanburðar 6 milljónir evra eða 1 prósent af heildinni. Málum er öðruvísi háttað í ensku úrvalsdeildinni. Til dæmis fékk Manchester United 64.5 milljón evrur umrætt tímabil eða tæp sex prósent. Bolton og Wolves fengu til samanburðar rúmar 40 milljónir evra eða um fjögur prósent af heildarpakkanum. Öllu jafnari dreifing. Barcelona og Real Madrid hafa samið við hin lið deildarinnar um jafnari skiptingu sjónvarpstekna frá og með árinu 2015.
Spænski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira