Sigurvegari síðustu Formúlu 1 keppni, Lewis Hamilton á McLaren var fljótastur á fyrstu æfingu keppnisliða á Hungaroring brautinni í Ungverjalandi í morgun. Hann var 0.204 úr sekúndu sneggri um brautina en meistarinn Sebastian Vettel á Red Bull, en Fernando Alsono á Ferrari varð þriðji.
Mark Webber á Red Bull kom næstur og Jenson Button á McLaren varð fimmti, en þessi fimm kappar sem hafa verið nefndir til sögunnar eru þeir fimm efstu í stigamóti ökumanna. Felipe Massa á Ferrari varð sjötti, en landi hans frá Brasilíu, Bruno Senna ók bíl Renault á æfingunni, en hann er frændi Ayrtons heitins Senna og fékk tækifæri um borð í bílnum í dag. Hann var með fimmtánda besta tíma í brautinni, 2.505 sekúndum á eftir besta tíma Hamilton.
Önnur æfing fer fram í hádeginu og verður sýnt frá báðum æfingum í samantekt á Stöð 2 Sport kl. 20.30 í kvöld.
Tímarnir af autosport.com
1. Lewis Hamilton McLaren-Mercedes 1m23.350s 19
2. Sebastian Vettel Red Bull-Renault 1m23.564s + 0.214 24
3. Fernando Alonso Ferrari 1m23.642s + 0.292 29
4. Mark Webber Red Bull-Renault 1m23.666s + 0.316 12
5. Jenson Button McLaren-Mercedes 1m23.772s + 0.422 20
6. Felipe Massa Ferrari 1m24.115s + 0.765 25
7. Nico Rosberg Mercedes 1m24.250s + 0.900 22
8. Michael Schumacher Mercedes 1m24.369s + 1.019 20
9. Sergio Perez Sauber-Ferrari 1m24.620s + 1.270 24
10. Vitaly Petrov Renault 1m25.093s + 1.743 22
11. Kamui Kobayashi Sauber-Ferrari 1m25.113s + 1.763 21
12. Paul di Resta Force India-Mercedes 1m25.336s + 1.986 22
13. Nico Hulkenberg Force India-Mercedes 1m25.357s + 2.007 17
14. Rubens Barrichello Williams-Cosworth 1m25.836s + 2.486 24
15. Bruno Senna Renault 1m25.855s + 2.505 25
16. Sebastien Buemi Toro Rosso-Ferrari 1m25.890s + 2.540 28
17. Jaime Alguersuari Toro Rosso-Ferrari 1m26.099s + 2.749 36
18. Pastor Maldonado Williams-Cosworth 1m26.124s + 2.774 25
19. Heikki Kovalainen Lotus-Renault 1m26.878s + 3.528 26
20. Karun Chandhok Lotus-Renault 1m27.352s + 4.002 21
21. Timo Glock Virgin-Cosworth 1m28.533s + 5.183 30
22. Jerome D'Ambrosio Virgin-Cosworth 1m28.903s + 5.553 22
23. Tonio Liuzzi HRT-Cosworth 1m29.059s + 5.709 24
24. Daniel Ricciardo HRT-Cosworth 1m29.904s + 6.554 26
Hamilton fljótastur í Ungverjalandi

Mest lesið






Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn

Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti


Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti
