Hamilton endurtók leikinn frá fyrri æfingunni á seinni æfingu Formúlu 1 liða í Ungverjalandi í dag. Hann náði besta tíma á McLaren rétt eins og á fyrri æfingunni í morgun. Fernando Alonso varð í öðru sæti á Ferrari og var 0.241 úr sekúndu á eftir Hamilton.
Jenson Button á McLaren náði þriðja besta tíma, en Mark Webber og Sebastian Vettel á Red Bull komu í kjölfarið. Munaði 0.531 úr sekúndu á Hamilton og Vettel.
Keppendur óku á tveimur útgáfum af mjúkum dekkjum frá Pirelli á æfingunni, en þau eru nauðsynleg til að ná gripi á braut sem oft er rykug, sérstaklega á föstudeginum á mótshelginni. Mark Webber vann keppnina í Ungverjalandi í fyrr á Red Bull.
Sýnt verður frá æfingum Formúlu 1 keppnisliða kl. 20.30 á Stöð 2 Sport í kvöld
Tímarnir frá autosport.com
1. Lewis Hamilton McLaren-Mercedes 1m21.018s 29
2. Fernando Alonso Ferrari 1m21.259s + 0.241 40
3. Jenson Button McLaren-Mercedes 1m21.322s + 0.304 34
4. Mark Webber Red Bull-Renault 1m21.508s + 0.490 35
5. Sebastian Vettel Red Bull-Renault 1m21.549s + 0.531 31
6. Felipe Massa Ferrari 1m22.099s + 1.081 40
7. Nico Rosberg Mercedes 1m22.121s + 1.103 36
8. Michael Schumacher Mercedes 1m22.440s + 1.422 36
9. Paul di Resta Force India-Mercedes 1m22.835s + 1.817 40
10. Adrian Sutil Force India-Mercedes 1m22.981s + 1.963 37
11. Kamui Kobayashi Sauber-Ferrari 1m23.030s + 2.012 34
12. Sergio Perez Sauber-Ferrari 1m23.399s + 2.381 37
13. Rubens Barrichello Williams-Cosworth 1m23.679s + 2.661 34
14. Nick Heidfeld Renault 1m23.861s + 2.843 28
15. Pastor Maldonado Williams-Cosworth 1m24.181s + 3.163 39
16. Jaime Alguersuari Toro Rosso-Ferrari 1m24.182s + 3.164 26
17. Vitaly Petrov Renault 1m24.546s + 3.528 21
18. Sebastien Buemi Toro Rosso-Ferrari 1m24.878s + 3.860 35
19. Jarno Trulli Lotus-Renault 1m24.994s + 3.976 38
20. Heikki Kovalainen Lotus-Renault 1m25.447s + 4.429 39
21. Timo Glock Virgin-Cosworth 1m26.823s + 5.805 33
22. Jerome D'Ambrosio Virgin-Cosworth 1m27.261s + 6.243 28
23. Daniel Ricciardo HRT-Cosworth 1m27.730s + 6.712 31
24. Tonio Liuzzi HRT-Cosworth 1m28.255s + 7.237 25

