Alonso vann á sextíu ára afmæli fyrsta sigurs Ferrari 10. júlí 2011 18:51 Fernando Alonso fagnar sigrinum á Silverstone í dag með liðsfélögum sínum hjá Ferrari. AP mynd: Tom Hevezi Sigur Fernando Alonso á Silverstone brautinni í dag var kærkominn fyrir Ferrari liðið sem hafði ekki unnið mót á árinu, en fyrir 60 árum vann Ferrari fyrsta sigurinn í Formúlu 1 á Silverstone. Þá vann Jose Froilan Gonzalez á Ferrari, en Alonso keyrði einmitt keppnisbíl hans í sýningarakstri í morgun nokkru áður en kappaksturinn hófst. Alonso var stoltur af sigrinum í dag og sá við Sebastian Vettel í spennandi keppni og telur að Ferrari sé orðið öflugra en áður. Alonso færðist upp í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna og er hann með 112 stig, Mark Webber á Red Bull er með 124, en Vettel er efstur sem fyrr með 204 stig eftir að hafa náð öðru sæti í dag á eftir Alonso. Vettel er með 80 stiga forskot á Webber eftir fyrstu níu mót ársins. Alonso var spurður að því á fréttamannafundi hvort það hefði ekki verið vel við hæfi að fagna 60 ára afmæli fyrsta sigurs Ferrari með sigri í dag. „Tvímælalaust. Ég keyrði tvo hringi á bílnum (sem Gonzales vann á fyrir 60 árum) og hann er hluti af sögu Ferrari, sem hefur verið í Formúlu 1 samfleytt í 60 ár og vann á þessum bíl fyrir 60 árum með Froilan. Svo lítur sigur dagsins ljós í dag á sömu braut með samskonar ástríðu innan liðsins og á rauðum bíl. Ég er stoltur af liðinu og hvernig við höfum bætt okkur", sagði Alonso sem telur sig hafa betri bíl í dag en í fyrstu mótum ársins. „Fyrir þremur eða fjórum mótum síðan vorum við 1.5 sekúndum á eftir (toppbílunum í einstökum hring) og núna vorum við í forystu og jukum bilið í keppinautanna, þannig að liðið hefur bætt sig og þetta er sérstakur dagur. Öll mót eru sérstök, en að vinna á sögulegum stað á þessari frábæru braut, Silverstone, með Formúlu 1 hefðina og söguna gerir þetta enn merkilegra", sagði Alonso. Formúla Íþróttir Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Sigur Fernando Alonso á Silverstone brautinni í dag var kærkominn fyrir Ferrari liðið sem hafði ekki unnið mót á árinu, en fyrir 60 árum vann Ferrari fyrsta sigurinn í Formúlu 1 á Silverstone. Þá vann Jose Froilan Gonzalez á Ferrari, en Alonso keyrði einmitt keppnisbíl hans í sýningarakstri í morgun nokkru áður en kappaksturinn hófst. Alonso var stoltur af sigrinum í dag og sá við Sebastian Vettel í spennandi keppni og telur að Ferrari sé orðið öflugra en áður. Alonso færðist upp í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna og er hann með 112 stig, Mark Webber á Red Bull er með 124, en Vettel er efstur sem fyrr með 204 stig eftir að hafa náð öðru sæti í dag á eftir Alonso. Vettel er með 80 stiga forskot á Webber eftir fyrstu níu mót ársins. Alonso var spurður að því á fréttamannafundi hvort það hefði ekki verið vel við hæfi að fagna 60 ára afmæli fyrsta sigurs Ferrari með sigri í dag. „Tvímælalaust. Ég keyrði tvo hringi á bílnum (sem Gonzales vann á fyrir 60 árum) og hann er hluti af sögu Ferrari, sem hefur verið í Formúlu 1 samfleytt í 60 ár og vann á þessum bíl fyrir 60 árum með Froilan. Svo lítur sigur dagsins ljós í dag á sömu braut með samskonar ástríðu innan liðsins og á rauðum bíl. Ég er stoltur af liðinu og hvernig við höfum bætt okkur", sagði Alonso sem telur sig hafa betri bíl í dag en í fyrstu mótum ársins. „Fyrir þremur eða fjórum mótum síðan vorum við 1.5 sekúndum á eftir (toppbílunum í einstökum hring) og núna vorum við í forystu og jukum bilið í keppinautanna, þannig að liðið hefur bætt sig og þetta er sérstakur dagur. Öll mót eru sérstök, en að vinna á sögulegum stað á þessari frábæru braut, Silverstone, með Formúlu 1 hefðina og söguna gerir þetta enn merkilegra", sagði Alonso.
Formúla Íþróttir Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira