Kvóti fyrir 22 milljarða skráður á danskan togara 12. júlí 2011 08:49 Alls er kvóti fyrir rúmlega milljarð danskra kr. eða um 22 milljarða kr. skráður á togarann Ísafold sem gerður er út frá Hirsthals í Danmörku. Þar með er togarinn meira virði en stærstu gámaskip Mærsk skipafélagsins, svokölluð E-skip, sem geta tekið 18.000 til 20.000 gáma hvert. Fjallað er um málið í Jyllands Posten. Þar segir að danska þingið hafi sett löggjöf á árunum 2003 til 2006 sem gerir útgerðarmönnum kleyft að versla með kvóta sem þeir höfðu fengið úthlutað ókeypis af dönskum stjórnvöldum. Frá því að verslun með danska kvóta var gefin frjáls hafa nokkrir útgerðarmenn nýtt sér tækifærið og selt sig út úr greininni með miklum hagnaði og meðan að aðrir hafa tekið stór bankalán til að kaupa kvóta. Nokkuð sem Íslendingar þekkja vel til. Togarinn Ísafold er í eigu útgerðar sem sérhæfir sig í veiðum á uppsjávarfiskum eins og síld og makríl. Fram kemur í Jyllands Posten að á átta stærstu fiskveiðiskip Danmerkur er nú skráður kvóti sem metinn er á 4,8 milljarða danskra kr. eða rúmlega 100 milljarða kr. Samkvæmt upplýsingum frá Danmarks Pelagiske Producentorganisation, eða samtökum uppsjávarútgerða í Danmörku, stóðu þessi átta skip fyrir fjórðungnum af öllum lönduðum fiski í Danmörku á síðasta ári. Jyllands Posten segir að þróunin hafa orðið sú að eftir að verslun með kvóta var gefin frjáls sitji nýr hópur af „kvótabarónum" þungt á stórum hluta af dönskum sjávarútvegi. Bent Rulle fyrrum formaður verkalýðsfélags sjómanna í Danmörku (Danmarks Fiskeriforening) segir þróunina vera til skammar. „Sjómenn og fiskvinnslur eru sett til hliðar fyrir spákaupmenn og öll litlu sjávarútvegsþorpin hafa verið eyðilögð," segir Rulle. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Alls er kvóti fyrir rúmlega milljarð danskra kr. eða um 22 milljarða kr. skráður á togarann Ísafold sem gerður er út frá Hirsthals í Danmörku. Þar með er togarinn meira virði en stærstu gámaskip Mærsk skipafélagsins, svokölluð E-skip, sem geta tekið 18.000 til 20.000 gáma hvert. Fjallað er um málið í Jyllands Posten. Þar segir að danska þingið hafi sett löggjöf á árunum 2003 til 2006 sem gerir útgerðarmönnum kleyft að versla með kvóta sem þeir höfðu fengið úthlutað ókeypis af dönskum stjórnvöldum. Frá því að verslun með danska kvóta var gefin frjáls hafa nokkrir útgerðarmenn nýtt sér tækifærið og selt sig út úr greininni með miklum hagnaði og meðan að aðrir hafa tekið stór bankalán til að kaupa kvóta. Nokkuð sem Íslendingar þekkja vel til. Togarinn Ísafold er í eigu útgerðar sem sérhæfir sig í veiðum á uppsjávarfiskum eins og síld og makríl. Fram kemur í Jyllands Posten að á átta stærstu fiskveiðiskip Danmerkur er nú skráður kvóti sem metinn er á 4,8 milljarða danskra kr. eða rúmlega 100 milljarða kr. Samkvæmt upplýsingum frá Danmarks Pelagiske Producentorganisation, eða samtökum uppsjávarútgerða í Danmörku, stóðu þessi átta skip fyrir fjórðungnum af öllum lönduðum fiski í Danmörku á síðasta ári. Jyllands Posten segir að þróunin hafa orðið sú að eftir að verslun með kvóta var gefin frjáls sitji nýr hópur af „kvótabarónum" þungt á stórum hluta af dönskum sjávarútvegi. Bent Rulle fyrrum formaður verkalýðsfélags sjómanna í Danmörku (Danmarks Fiskeriforening) segir þróunina vera til skammar. „Sjómenn og fiskvinnslur eru sett til hliðar fyrir spákaupmenn og öll litlu sjávarútvegsþorpin hafa verið eyðilögð," segir Rulle.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira