Evrópa rambar á barmi fjármálahruns 12. júlí 2011 10:06 Skuldakreppan í Evrópu fer versnandi með hverri mínútunni. Greining Danske Bank telur að álfan rambi á barmi fjármálahruns og ef ekki verði gripið í taumana strax blasi ný fjármálakreppa við í Evrópu. „Þetta gæti orðið mjög alvarlegt. Fjármálamarkaðir eru við það að brotna saman. Vextir á ítölskum ríkisskuldabréfum hækka ört frá mínútu til mínútu,“ segir Frank Ölund Hansen aðalhagfræðingur Danske Bank í samtali við Jyllands Posten. „Ef leiðtogar Evrópu finna ekki lausn mjög fljótlega er staðan því miður að þróast yfir í evrópska fjármálakreppu.“ Fram kemur í frétt Jyllands Posten að yfirlýsing sem send var að loknum neyðarfundi æðstu embættismanna ESB í gærdag hafi ekki róað markaðina eins og til stóð. Hansen segir að aðgerðaáætlun hafi skort í yfirlýsingunni. Sérfræðingar Nordea bankans eru sammála mati Danske Bank. Michael Borre aðalráðgjafi Noreda í erlendum hlutabréfaviðskiptum segir í samtali við Ritzau að óttinn við nýja fjármálakreppu færist í aukana. Borre segir að ef Ítalía eða Spánn komist í þrot muni slíkt verða náðarhöggið fyrir hlutabréfamarkaði Evrópu. Vextir á ítölskum og sænskum ríkisskuldabréfum nálgast nú óðum 7% markið. Talið er að við þetta mark séu skuldirnar orðnar ósjálfbærar. Þegar þessu marki var náð hjá Grikkjum, Portúgölum og Írum þurftu þessi lönd að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og ESB með neyðarlán til að halda sér gangandi. Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Skuldakreppan í Evrópu fer versnandi með hverri mínútunni. Greining Danske Bank telur að álfan rambi á barmi fjármálahruns og ef ekki verði gripið í taumana strax blasi ný fjármálakreppa við í Evrópu. „Þetta gæti orðið mjög alvarlegt. Fjármálamarkaðir eru við það að brotna saman. Vextir á ítölskum ríkisskuldabréfum hækka ört frá mínútu til mínútu,“ segir Frank Ölund Hansen aðalhagfræðingur Danske Bank í samtali við Jyllands Posten. „Ef leiðtogar Evrópu finna ekki lausn mjög fljótlega er staðan því miður að þróast yfir í evrópska fjármálakreppu.“ Fram kemur í frétt Jyllands Posten að yfirlýsing sem send var að loknum neyðarfundi æðstu embættismanna ESB í gærdag hafi ekki róað markaðina eins og til stóð. Hansen segir að aðgerðaáætlun hafi skort í yfirlýsingunni. Sérfræðingar Nordea bankans eru sammála mati Danske Bank. Michael Borre aðalráðgjafi Noreda í erlendum hlutabréfaviðskiptum segir í samtali við Ritzau að óttinn við nýja fjármálakreppu færist í aukana. Borre segir að ef Ítalía eða Spánn komist í þrot muni slíkt verða náðarhöggið fyrir hlutabréfamarkaði Evrópu. Vextir á ítölskum og sænskum ríkisskuldabréfum nálgast nú óðum 7% markið. Talið er að við þetta mark séu skuldirnar orðnar ósjálfbærar. Þegar þessu marki var náð hjá Grikkjum, Portúgölum og Írum þurftu þessi lönd að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og ESB með neyðarlán til að halda sér gangandi.
Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira