Evrópskir ráðamenn lýsa yfir stríði gegn matsfyrirtækjum Hafsteinn Hauksson skrifar 13. júlí 2011 12:03 Talið er að lækkun á lánshæfismati Írlands muni seinka efnahagslegum bata landsins. Evrópskir stjórnmálamenn hafa lýst stríði á hendur stóru matsfyrirtækjunum. Írland varð í gær þriðja Evrópusambandsríkið til að lenda í ruslflokki hjá stóru matsfyrirtækjunum þegar Moody's færði lánshæfiseinkunn ríkisins niður, aðeins um viku eftir að fyrirtækið niðurfærði einkunn Portúgals. Moody's fullyrðir að þetta hafi verið gert þar sem mikil hætta sé á að Írar þurfi annan björgunarpakka að tveimur árum liðnum, þegar áætlað er að núverandi björgunaraðgerðum linni, auk þess sem hagkerfið standi höllum fæti. Haft er eftir Richard Bruton, efnahagsráðherra landsins, að lækkun einkunnarinnar hafi skaðleg áhrif á efnahagslegan bata landsins, en margir írskir stjórnmálamenn eru æfir yfir ákvörðun matsfyrirtækisins. Bruton fullyrðir að Írland hafi verið á réttri leið, en hafi með niðurfærslu Moodys flækst í vandamál annarra veikari evruríkja. Hann sagði að ákvörðun fyrirtækisins væri ergjandi, en aðrir í æðstu stjórn ríkisins hafa sömuleiðis fullyrt að það væri óréttlátt að flokka ríkisskuldabréfin sem rusl og það stangaðist á við álit hinna matsfyrirtækjanna. Framkvæmdastjóri innri markaðar Evrópusambandsins fullyrðir að hann komi til með að kynna beinskeyttar aðgerðir til að takmarka vald matsfyrirtækjanna í haust, en Christine Lagarde, nýr yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur stungið upp á að þeim verði bannað að veita Evrópuríkjum sem nú þiggja efnahagslega aðstoð lánshæfiseinkunnir. Annar framkvæmdastjóri innan Evrópusambandsins hefur fullyrt að matsfyrirtækin myndi viðskiptahring sem þurfi að mala mélinu smærra, þar sem þau reyni nú að hlutast til um framtíð Evrópu og evrunnar. Erlendir fjölmiðlar hafa túlkað þessi ummæli sem beina stríðsyfirlýsingu Evrópskra stjórnmálamanna á hendur matsfyrirtækjunum. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Talið er að lækkun á lánshæfismati Írlands muni seinka efnahagslegum bata landsins. Evrópskir stjórnmálamenn hafa lýst stríði á hendur stóru matsfyrirtækjunum. Írland varð í gær þriðja Evrópusambandsríkið til að lenda í ruslflokki hjá stóru matsfyrirtækjunum þegar Moody's færði lánshæfiseinkunn ríkisins niður, aðeins um viku eftir að fyrirtækið niðurfærði einkunn Portúgals. Moody's fullyrðir að þetta hafi verið gert þar sem mikil hætta sé á að Írar þurfi annan björgunarpakka að tveimur árum liðnum, þegar áætlað er að núverandi björgunaraðgerðum linni, auk þess sem hagkerfið standi höllum fæti. Haft er eftir Richard Bruton, efnahagsráðherra landsins, að lækkun einkunnarinnar hafi skaðleg áhrif á efnahagslegan bata landsins, en margir írskir stjórnmálamenn eru æfir yfir ákvörðun matsfyrirtækisins. Bruton fullyrðir að Írland hafi verið á réttri leið, en hafi með niðurfærslu Moodys flækst í vandamál annarra veikari evruríkja. Hann sagði að ákvörðun fyrirtækisins væri ergjandi, en aðrir í æðstu stjórn ríkisins hafa sömuleiðis fullyrt að það væri óréttlátt að flokka ríkisskuldabréfin sem rusl og það stangaðist á við álit hinna matsfyrirtækjanna. Framkvæmdastjóri innri markaðar Evrópusambandsins fullyrðir að hann komi til með að kynna beinskeyttar aðgerðir til að takmarka vald matsfyrirtækjanna í haust, en Christine Lagarde, nýr yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur stungið upp á að þeim verði bannað að veita Evrópuríkjum sem nú þiggja efnahagslega aðstoð lánshæfiseinkunnir. Annar framkvæmdastjóri innan Evrópusambandsins hefur fullyrt að matsfyrirtækin myndi viðskiptahring sem þurfi að mala mélinu smærra, þar sem þau reyni nú að hlutast til um framtíð Evrópu og evrunnar. Erlendir fjölmiðlar hafa túlkað þessi ummæli sem beina stríðsyfirlýsingu Evrópskra stjórnmálamanna á hendur matsfyrirtækjunum.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira