Skuldabréfaútboð Ítalíu betra en óttast var 14. júlí 2011 10:48 Fyrsta alvarlega prófraunin á sýn fjárfesta á skuldakreppu Ítalíu gekk betur en óttast var. Ítölsk stjórnvöld stóðu fyrir skuldabréfaútgáfu í dag upp á 4,5 milljarða evra eða tæplega 750 milljarða kr. en um 5 og 15 ára bréf var að ræða. Vextirnir á 15 ára bréfunum reyndust 5,9% en á 5 ára bréfunum urðu þeir 4,93%. Jyllands Posten ræðir við Jacob Graven aðalhagfræðing Sydbank um málið. Hann segir að þrátt fyrir að ávöxtunarkrafan á 5 ára bréfunum hafi verið sú hæsta í þrjú ár og mun hærri en í sambærilegu útboði í júní séu þetta samt góðar fréttir. „Eftir óróann á mörkuðunum þar sem fjárfestar flúðu úr ítölskum og spænskum ríkisskuldabréfum hefðu útboðið í dag getað farið miklu verr,“ segir Graven. Graven segir að þótt útboðið hafi tekist betur en von var á sé Ítalía síður en svo laus úr skuldakreppu sinni. Hinsvegar megi draga þá ályktun af útboðinu að skuldakreppan á evrusæðinu sé ekki að verða alveg stjórnlaus. Í öðrum miðlum kemur fram að eftirspurnin 15 ára bréfunum var nær tvöfalt meiri en framboðið. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fyrsta alvarlega prófraunin á sýn fjárfesta á skuldakreppu Ítalíu gekk betur en óttast var. Ítölsk stjórnvöld stóðu fyrir skuldabréfaútgáfu í dag upp á 4,5 milljarða evra eða tæplega 750 milljarða kr. en um 5 og 15 ára bréf var að ræða. Vextirnir á 15 ára bréfunum reyndust 5,9% en á 5 ára bréfunum urðu þeir 4,93%. Jyllands Posten ræðir við Jacob Graven aðalhagfræðing Sydbank um málið. Hann segir að þrátt fyrir að ávöxtunarkrafan á 5 ára bréfunum hafi verið sú hæsta í þrjú ár og mun hærri en í sambærilegu útboði í júní séu þetta samt góðar fréttir. „Eftir óróann á mörkuðunum þar sem fjárfestar flúðu úr ítölskum og spænskum ríkisskuldabréfum hefðu útboðið í dag getað farið miklu verr,“ segir Graven. Graven segir að þótt útboðið hafi tekist betur en von var á sé Ítalía síður en svo laus úr skuldakreppu sinni. Hinsvegar megi draga þá ályktun af útboðinu að skuldakreppan á evrusæðinu sé ekki að verða alveg stjórnlaus. Í öðrum miðlum kemur fram að eftirspurnin 15 ára bréfunum var nær tvöfalt meiri en framboðið.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira