„Ég er bara bjartsýnn, það þýðir ekkert annað eftir þennan leik í kvöld," sagði Afmælisbarnið, Gunnleifur Gunnleifsson eftir jafnteflið við Nacional í kvöld.
„Við fengum færi til að vinna leikinn í kvöld og spiluðum mjög góðan varnarleik nánast allan tímann".
„Þetta verður erfiðara út í Portúgal en við förum þangað alveg óhræddir. Við náðum að halda boltanum innan liðsins í kvöld og þurfum ekkert að fara vonlitlir í síðari leikinn".
„Það kom aldrei til greina að tapa á afmælinu mínu, konan hefði ekki verið ánægð með mig þá," sagði Gunnleifur að lokum en hann varð 36 ára í dag.
Gunnleifur: Konan hefði ekki verið ánægð með tap
Stefán Árni Pálsson á Kaplakrikavelli skrifar
Mest lesið




Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning
Körfubolti

Þróttur skoraði sex og flaug áfram
Íslenski boltinn





Valur marði Fram í framlengingu
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
