Grísk skuldabréf veðhæf hjá ECB hvað sem tautar og raular 5. júlí 2011 13:46 Evrópski seðlabankinn (ECB) mun taka við grískum ríkisskuldabréfum sem veðum gegn lánum þótt að öll matsfyrirtæki heimsins nema eitt setji lánshæfiseinkunn Grikklands niður úr ruslflokki og í greiðslufall. Þetta kemur fram í Financial Times sem hefur staðhæfinguna eftir háttsettum starfsmanni ECB. Grísku skuldabréfin verða sumsé veðhæf hjá bankanum svo lengi sem eitt matsfyrirtæki finnst sem lýsir ekki yfir að Grikkland sé orðið gjaldþrota með því að gefa landinu lánshæfiseinkunnina D. Í þessu sambandi er rétt að geta þess að matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur gefið í skyn að það muni ekki líta á endurskipulagningu á skuldum gríska ríkisins sem greiðslufall eins og Standard & Poor´s segist muni gera. Fitch hefur sagt að fyrirtækið muni setja lánshæfi Grikklands í „tímabundið greiðslufall“ en samt sem áður halda núverandi CCC einkunn á ríkisskuldabréfum landsins. Þar með opnast smuga fyrir ECB að halda áfram að taka við bréfunum sem veðum gegn lánum. Fram kemur í frétt á Reuters um þetta mál að sem stendur noti ECB matsfyrirtækin Moody´s, Standard & Poor´s, Fitch Ratings og DBRS til að meta lánshæfi viðskiptavina sinna. Hinsvegar metur DBRS ekki Grikkland. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Evrópski seðlabankinn (ECB) mun taka við grískum ríkisskuldabréfum sem veðum gegn lánum þótt að öll matsfyrirtæki heimsins nema eitt setji lánshæfiseinkunn Grikklands niður úr ruslflokki og í greiðslufall. Þetta kemur fram í Financial Times sem hefur staðhæfinguna eftir háttsettum starfsmanni ECB. Grísku skuldabréfin verða sumsé veðhæf hjá bankanum svo lengi sem eitt matsfyrirtæki finnst sem lýsir ekki yfir að Grikkland sé orðið gjaldþrota með því að gefa landinu lánshæfiseinkunnina D. Í þessu sambandi er rétt að geta þess að matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur gefið í skyn að það muni ekki líta á endurskipulagningu á skuldum gríska ríkisins sem greiðslufall eins og Standard & Poor´s segist muni gera. Fitch hefur sagt að fyrirtækið muni setja lánshæfi Grikklands í „tímabundið greiðslufall“ en samt sem áður halda núverandi CCC einkunn á ríkisskuldabréfum landsins. Þar með opnast smuga fyrir ECB að halda áfram að taka við bréfunum sem veðum gegn lánum. Fram kemur í frétt á Reuters um þetta mál að sem stendur noti ECB matsfyrirtækin Moody´s, Standard & Poor´s, Fitch Ratings og DBRS til að meta lánshæfi viðskiptavina sinna. Hinsvegar metur DBRS ekki Grikkland.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent