Silverstone breytt fyrir tæpa 5.2 miljarða 6. júlí 2011 15:52 Silverstone brautin í Bretlandi er með nýjum mannvirkjum. Mynd: Silverstone Circuit Ltd. Silverstone brautarstæðinu í Bretlandi hefur verið breytt fyrir 28 miljónir sterlingspunda á milli ára, eða fyrir 5.196 milljarða íslenskra króna. Búið er að reisa ný mannvirki fyrir aðstöðu keppnisliða, sem verður notuð í fyrsta skipti af Formúlu 1 liðum í breska kappakstrinum um helgina. Sjálfri brautinni hefur ekki verið breytt samkvæmt fréttatilkynningu frá FIA, en þó er búið að færa rásmark og endamark á nýtt svæði við beinan kafla sem kallast Wellington. Brautin er sem fyrr 5.891 km að lengd og verða eknir 52 hringir um hana á sunnudaginn í breska kappakstrinum. Sex fyrrum sigurvegarar í Formúlu 1 á Silverstone brautinni keppa um helgina, þetta eru: Michael Schumacher ( sem vann 1998, 2002, 2004); Rubens Barrichello (2003); Fernando Alonso (2006); Lewis Hamilton (2008); Sebastian Vettel (2009)og Mark Webber (2010). Breski kappaksturinn hefur verið á dagskrá frá árinu 1950, en fyrsta Formúlu 1 mótið fór fram á Silverstone 13. maí árið 1950, en samtals hafa þrjú mótssvæði verið notuð fyrir breska mótið frá upphafi. Breski kappaksturinn er heimavöllur fyrir átta Formúlu 1 lið. Formúla Íþróttir Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Silverstone brautarstæðinu í Bretlandi hefur verið breytt fyrir 28 miljónir sterlingspunda á milli ára, eða fyrir 5.196 milljarða íslenskra króna. Búið er að reisa ný mannvirki fyrir aðstöðu keppnisliða, sem verður notuð í fyrsta skipti af Formúlu 1 liðum í breska kappakstrinum um helgina. Sjálfri brautinni hefur ekki verið breytt samkvæmt fréttatilkynningu frá FIA, en þó er búið að færa rásmark og endamark á nýtt svæði við beinan kafla sem kallast Wellington. Brautin er sem fyrr 5.891 km að lengd og verða eknir 52 hringir um hana á sunnudaginn í breska kappakstrinum. Sex fyrrum sigurvegarar í Formúlu 1 á Silverstone brautinni keppa um helgina, þetta eru: Michael Schumacher ( sem vann 1998, 2002, 2004); Rubens Barrichello (2003); Fernando Alonso (2006); Lewis Hamilton (2008); Sebastian Vettel (2009)og Mark Webber (2010). Breski kappaksturinn hefur verið á dagskrá frá árinu 1950, en fyrsta Formúlu 1 mótið fór fram á Silverstone 13. maí árið 1950, en samtals hafa þrjú mótssvæði verið notuð fyrir breska mótið frá upphafi. Breski kappaksturinn er heimavöllur fyrir átta Formúlu 1 lið.
Formúla Íþróttir Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira