Dr. Doom spáir djúpri niðursveiflu árið 2013 7. júlí 2011 09:20 Hagfræðiprófessorinn Nouriel Roubini, auknefndur dr. Doom, spáir því að efnahagskerfi heimsins muni taka mjög djúpa niðursveiflu árið 2013. Sem stendur séu stærstu hagkerfi heimsins eins og Bandaríkin og Evrópusambandið, aðeins að velta vandanum á undan sér. Þessi frestun rekist síðan á vegg árið 2013 og afleiðingarnar verða sársaukafullar. Vandinn sem Roubini ræðir um hér eru gífurlegar skuldir, einkum hins opinbera beggja vegna Atlantshafsins. Þá sé hagkerfi Kína einnig að ofhitna og muni enda í slæmri brotlendingu. Roubini fékk viðurnefni sitt eftir að hann spáði rétt fyrir um upphaf fjármálakreppunnar árið 2008. Í viðtali á CNBC sjónvarpsstöðinni segir Roubini hvað Bandaríkin varðar að þegar stjórnvöld þar neyðist loksins til að taka á opinberum skuldum landsins með niðurskurði, skattahækkunum og aðhaldsaðgerðum muni það setja veikan efnahagsbata landsins úr skorðum. Afleiðingin verður áframhaldandi mikið atvinnuleysi sem svo aftur dregur úr neyslu sem síðan dregur enn meir úr hagvextinum. Hvað Kína varðar segir Roubini að landið verði að bregðast við vaxandi verðbólgu með aðgerðum sem draga úr hagvextinum og þar með mun eftirspurn eftir innfluttum vörum minnka þarlendis. Í þessu sambandi má nefna að seðlabanki Kína hefur hækkað stýrivexti sína sex sinnum frá því í október á síðasta ári til að reyna að halda aftur af verðbólgunni í landinu. Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hagfræðiprófessorinn Nouriel Roubini, auknefndur dr. Doom, spáir því að efnahagskerfi heimsins muni taka mjög djúpa niðursveiflu árið 2013. Sem stendur séu stærstu hagkerfi heimsins eins og Bandaríkin og Evrópusambandið, aðeins að velta vandanum á undan sér. Þessi frestun rekist síðan á vegg árið 2013 og afleiðingarnar verða sársaukafullar. Vandinn sem Roubini ræðir um hér eru gífurlegar skuldir, einkum hins opinbera beggja vegna Atlantshafsins. Þá sé hagkerfi Kína einnig að ofhitna og muni enda í slæmri brotlendingu. Roubini fékk viðurnefni sitt eftir að hann spáði rétt fyrir um upphaf fjármálakreppunnar árið 2008. Í viðtali á CNBC sjónvarpsstöðinni segir Roubini hvað Bandaríkin varðar að þegar stjórnvöld þar neyðist loksins til að taka á opinberum skuldum landsins með niðurskurði, skattahækkunum og aðhaldsaðgerðum muni það setja veikan efnahagsbata landsins úr skorðum. Afleiðingin verður áframhaldandi mikið atvinnuleysi sem svo aftur dregur úr neyslu sem síðan dregur enn meir úr hagvextinum. Hvað Kína varðar segir Roubini að landið verði að bregðast við vaxandi verðbólgu með aðgerðum sem draga úr hagvextinum og þar með mun eftirspurn eftir innfluttum vörum minnka þarlendis. Í þessu sambandi má nefna að seðlabanki Kína hefur hækkað stýrivexti sína sex sinnum frá því í október á síðasta ári til að reyna að halda aftur af verðbólgunni í landinu.
Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira