Kanadíski læknirnir Anthony Galea hefur játað að hafa smyglað ólöglegum lyfjum til Bandaríkjanna. Galea sem starfar í Toronto í Kanada hefur haft íþróttamenn á borð við Tiger Woods og hafnarboltastjörnuna Alex Rodriguez á sínum snærum.
Játning Galea hefur það í för með sér að ekki verður réttað yfir lækninum. Hefðu réttarhöld farið fram er talið líklegt að ljóstrað hefði verið upp um alla íþróttamennina sem Galea hefur haft í sinni umsjá. Saknsóknari í Buffalo í Bandaríkjunum hefur þó gefið upp að meðal þeirra séu golfarar, atvinnumenn í hafnabolta og leikmenn í amerískum fótbolta.
Talið er að Galea hafi haft um 20 atvinnumenn á sínum snærum á árunum 2007-2009. Yfirvöld í Kanada og Bandaríkjunum hafa fylgst náið með Galea síðan í september 2009 þegar aðstoðarkona hans, Mary Anne Catalano, var gripinn á landamærunum í Buffalo með ólögleg lyf.
Talið er að Galea hljóti tveggja ára fangelsisdóm. BBC greindi frá.
Læknir Tiger Woods játar sök í lyfjahneykslismáli
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool
Enski boltinn


Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR
Íslenski boltinn


„Ég get ekki beðið“
Handbolti

Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri
Enski boltinn

„Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“
Íslenski boltinn


Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR
Íslenski boltinn