CMA: Minnsta lánaáhættan hjá Norðurlöndunum 7. júlí 2011 11:10 Norðurlöndin, fyrir utan Íslands, eru í efstu sætunum hjá gagnaveitunni CMA hvað varðar minnstu lánaáhættuna á ríkisskuldabréfum. Þetta kemur fram í ársfjórðungsskýrslu CMA fyrir annan ársfjórðung ársins. Noregur er það land heimsins sem er með lægsta skuldatryggingaálagið en það nemur aðeins 21 punkti. Í öðru sæti kemur Svíþjóð með 27 punkta álag, Finnland er í þriðja sæti með 35 punkta álag og Danmörk er í sjötta sæti þessa lista með rúmlega 44 punkta álag. Ísland er enn á listanum yfir þau 20 lönd þar sem mesta lánaáhættan er til staðar. Þar skipar Ísland 14. neðsta sætið með skuldatryggingaálag upp á 229 punkta. Það þýðir að nú eru taldar 19,7% líkur á að Ísland lendi í þjóðargjaldþroti. Í kjölfar hrunsins haustið 2008 hinsvegar voru taldar yfir tvöfalt meiri líkur á að Ísland lenti í þjóðargjaldþroti. Það kemur ekki á óvart að Grikkland er það land sem mesta lánaáhættan er til staðar og er Grikkland í neðsta sæti listans með skuldatryggingaálag upp á 2.100 punkta. Að mati CMA eru um 80% líkur séu á að Grikkland endi í þjóðargjaldþroti. Næst á eftir Grikklandi á botni listans koma svo Venesúela með skuldatryggingaálag upp á 989 punkta, þá Portúgal með álag upp á 798 punkta og síðan Írland með álag upp á 791 punkt. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Norðurlöndin, fyrir utan Íslands, eru í efstu sætunum hjá gagnaveitunni CMA hvað varðar minnstu lánaáhættuna á ríkisskuldabréfum. Þetta kemur fram í ársfjórðungsskýrslu CMA fyrir annan ársfjórðung ársins. Noregur er það land heimsins sem er með lægsta skuldatryggingaálagið en það nemur aðeins 21 punkti. Í öðru sæti kemur Svíþjóð með 27 punkta álag, Finnland er í þriðja sæti með 35 punkta álag og Danmörk er í sjötta sæti þessa lista með rúmlega 44 punkta álag. Ísland er enn á listanum yfir þau 20 lönd þar sem mesta lánaáhættan er til staðar. Þar skipar Ísland 14. neðsta sætið með skuldatryggingaálag upp á 229 punkta. Það þýðir að nú eru taldar 19,7% líkur á að Ísland lendi í þjóðargjaldþroti. Í kjölfar hrunsins haustið 2008 hinsvegar voru taldar yfir tvöfalt meiri líkur á að Ísland lenti í þjóðargjaldþroti. Það kemur ekki á óvart að Grikkland er það land sem mesta lánaáhættan er til staðar og er Grikkland í neðsta sæti listans með skuldatryggingaálag upp á 2.100 punkta. Að mati CMA eru um 80% líkur séu á að Grikkland endi í þjóðargjaldþroti. Næst á eftir Grikklandi á botni listans koma svo Venesúela með skuldatryggingaálag upp á 989 punkta, þá Portúgal með álag upp á 798 punkta og síðan Írland með álag upp á 791 punkt.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent