Alonso: Erfitt að brúa bilið í Vettel 8. júlí 2011 09:01 Fernando Alonso á Ferrari er í fimmta sæti í stigamóti ökumanna AP mynd: Fernando Hernandez Formúlu 1 ökumaðurinn Fernando Alonso hjá Ferrari stefnir á sigur í einstökum mótum á árinu, en telur að vandasamt fyrir ökumenn að skáka Sebastian Vettel ökumanni Red Bull í stigamótinu, nema Vettel geri mistök. Vettel er með 77 stiga forskot á Jenson Button hjá McLaren í stigamóti ökumanna, en Alonso er í fimmta sæti í stigamótinu, 99 stigum á eftir Vettel. Formúlu 1 mót er á Silverstone um helgina og fyrstu tvær æfingarnar á föstudag. „Við verðum að bíða og sjá hvort McLaren eða Ferrari er með endurbætur í bílnum til að sjá hvort við getum keppt við Red Bull", sagði Alonso í frétt á autosport.com. Alonso telur að Vettel hefði mögulega geta unnið átta mót af átta sem lokið er á árinu, en hann gerði mistök í Kanada og Alonso taldi hann hafa verið varkáran í Kína, en hann var í öðru sæti í þessum tveimur mótum. Alonso telur Vettel í yfirburðarstöðu, eins og þegar Michael Schumacher hafði yfirburði árið 2004. „Það er erfitt að keppa á þennan hátt og erfitt að hugsa sér að hægt sé að vinna Vettel, án þess að bíll okkar verði betri og sama má segja um McLaren, hvað Jenson og Lewis (Hamilton) varðar. Vonandi getum við breytt gangi mála hérna á Silverstone og það er alltaf löngun til að sigra hvert mót, en við þurfum framfaraskref. „Á sama tíma þarf Vettel að gera mistök til að við getum minnkað bilið, án þeirra verður erfitt að brúa bilið í Vettel. Hann verður að gera mistök, ef við eigum að eiga glætu og við sáum í Kanada og Kína að slíkt getur gerst. Við þurfum að einbeita okkur og reyna að vinna hvert mót, jafnvel þó við vitum að það sé erfitt", sagði Alonso. Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Formúlu 1 ökumaðurinn Fernando Alonso hjá Ferrari stefnir á sigur í einstökum mótum á árinu, en telur að vandasamt fyrir ökumenn að skáka Sebastian Vettel ökumanni Red Bull í stigamótinu, nema Vettel geri mistök. Vettel er með 77 stiga forskot á Jenson Button hjá McLaren í stigamóti ökumanna, en Alonso er í fimmta sæti í stigamótinu, 99 stigum á eftir Vettel. Formúlu 1 mót er á Silverstone um helgina og fyrstu tvær æfingarnar á föstudag. „Við verðum að bíða og sjá hvort McLaren eða Ferrari er með endurbætur í bílnum til að sjá hvort við getum keppt við Red Bull", sagði Alonso í frétt á autosport.com. Alonso telur að Vettel hefði mögulega geta unnið átta mót af átta sem lokið er á árinu, en hann gerði mistök í Kanada og Alonso taldi hann hafa verið varkáran í Kína, en hann var í öðru sæti í þessum tveimur mótum. Alonso telur Vettel í yfirburðarstöðu, eins og þegar Michael Schumacher hafði yfirburði árið 2004. „Það er erfitt að keppa á þennan hátt og erfitt að hugsa sér að hægt sé að vinna Vettel, án þess að bíll okkar verði betri og sama má segja um McLaren, hvað Jenson og Lewis (Hamilton) varðar. Vonandi getum við breytt gangi mála hérna á Silverstone og það er alltaf löngun til að sigra hvert mót, en við þurfum framfaraskref. „Á sama tíma þarf Vettel að gera mistök til að við getum minnkað bilið, án þeirra verður erfitt að brúa bilið í Vettel. Hann verður að gera mistök, ef við eigum að eiga glætu og við sáum í Kanada og Kína að slíkt getur gerst. Við þurfum að einbeita okkur og reyna að vinna hvert mót, jafnvel þó við vitum að það sé erfitt", sagði Alonso.
Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira