Webber mun sækja til sigurs og segir karp um reglur leiðinlegt 9. júlí 2011 18:16 Sebastian Vetttel, Mark Webber og Fernando Alonso eftir tímatökuna á Silverstone í dag. AP mynd: Lefteris Pitarakis Mark Webber er fremstur á ráslínu í breska Formúlu 1 kappakstrinum sem fer fram á morgun. Hann telur að ruglingur með túlkun á reglum um útbúnað bílanna þessa mótshelgina á Silverstone ekki vera gott mál gagnvart áhorfendum. Forráðamenn keppnisliða hafa sumir hverjir verið að karpa sína á milli og við FIA um hvað og hvað má ekki gera varðandi útbúnað í vélarsal, en alþjóðasambandið vildi fyrir helgina loka fyrir að menn noti tölvustýringar vélanna á vissan hátt til að bæta loftflæði um loftdreifi aftan á bílunum. Nú hefur FIA boðist að falla frá breytingum í þessu máli eftir þessa mótshelgi, ef öll keppnislið eru sammála. Aðspurður um hvernig Webber þætti Red Bull hafa höndlað málið um helgina sagði Webber á fréttamannafundi: „Ég tel að liðið hafi gert þetta nokkuð vel. Við Seb(astian) höfum einbeitt okkur að akstrinum, annars verður þetta leiðinlegt. En þetta er ekkert nýtt fyrir liðið", sagði Webber og benti á að liðið hefði áður þurft að kljást við breytingar á bílum sínum á miðju keppnistímabili eins og nú er rauninn. „Vonandi geta allir komist að sameiginlegri niðurstöðu. Þetta er ótrúlega leiðinlegt fyrir áhorfendur. Ég efast um að þeir viti 0.1% um hvað málið snýst. Þetta er jafnvel snúið fyrir okkur, þannig að einbeitum okkur að kappakstrinum." „Málið er að hafa reglurnar einfaldar frá byrjun ársins og fylgja því. Hvað mig sjálfan varðar, þá er ég í toppformi. Ég hef undirbúið mig vel og er tilbúinn að sækja til sigurs", sagði Webber um mótið á morgun. Formúla Íþróttir Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Mark Webber er fremstur á ráslínu í breska Formúlu 1 kappakstrinum sem fer fram á morgun. Hann telur að ruglingur með túlkun á reglum um útbúnað bílanna þessa mótshelgina á Silverstone ekki vera gott mál gagnvart áhorfendum. Forráðamenn keppnisliða hafa sumir hverjir verið að karpa sína á milli og við FIA um hvað og hvað má ekki gera varðandi útbúnað í vélarsal, en alþjóðasambandið vildi fyrir helgina loka fyrir að menn noti tölvustýringar vélanna á vissan hátt til að bæta loftflæði um loftdreifi aftan á bílunum. Nú hefur FIA boðist að falla frá breytingum í þessu máli eftir þessa mótshelgi, ef öll keppnislið eru sammála. Aðspurður um hvernig Webber þætti Red Bull hafa höndlað málið um helgina sagði Webber á fréttamannafundi: „Ég tel að liðið hafi gert þetta nokkuð vel. Við Seb(astian) höfum einbeitt okkur að akstrinum, annars verður þetta leiðinlegt. En þetta er ekkert nýtt fyrir liðið", sagði Webber og benti á að liðið hefði áður þurft að kljást við breytingar á bílum sínum á miðju keppnistímabili eins og nú er rauninn. „Vonandi geta allir komist að sameiginlegri niðurstöðu. Þetta er ótrúlega leiðinlegt fyrir áhorfendur. Ég efast um að þeir viti 0.1% um hvað málið snýst. Þetta er jafnvel snúið fyrir okkur, þannig að einbeitum okkur að kappakstrinum." „Málið er að hafa reglurnar einfaldar frá byrjun ársins og fylgja því. Hvað mig sjálfan varðar, þá er ég í toppformi. Ég hef undirbúið mig vel og er tilbúinn að sækja til sigurs", sagði Webber um mótið á morgun.
Formúla Íþróttir Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira