Ástralska flugfélagið Qantas hefur komist að samkomulagi við vélaframleiðandann Rolls Royce, sem smíðaði hreyflana í Airbus þotur félagsins en einn slíkur sprakk á flugi á síðasta ári.
Í kjölfarið þurfti að kyrrsetja allan Airbus A380 flota Qantas með tilheyrandi tapi og álitshnekki fyrir félagið. Niðurstaðan úr samningaviðræðum félagana er sú að vélaframleiðandinn mun greiða Qantas 100 milljónir dollara í skaðabætur, eða tæpa tólf millarða íslenskra króna.
