Alonso: Mikilvægt að komast á verðlaunapallinn 23. júní 2011 17:03 Fernando Alonso á fundi með fréttamönnum Í Valencia í dag. AP mynd: Alberto Saiz Tveir Formúlu 1 ökumenn verða á heimavelli á Valencia brautinni á Spáni um helgina. Fernando Alonso hjá Ferrari og Jamie Alguersuari hjá Torro Rosso. Alonso er meðal þeirra fimm efstu í stigamóti ökumanna í ár. Alonso skrifaði undir samning við Ferrari í Valencia á sínum tíma og hann ók í fyrsta skipti með liðinu á sérstökum Ferrari degi á braut í grennd við borgina. Þá hafði hann áður tekið sprett í Valencia borginni með McLaren árið 2007 og ók hann með liði frá Valencia í annarri mótaröð eitt sinn að eigin sögn. Hann hefur því ýmsar minningar frá borginni. En Alonso hefur aldrei komist á verðlaunapall í Formúlu 1 mótinu í Valencia, en besti árangur hans er sjötta sæti árið 2009. Alonso var spurður að því á fréttamannafundi í Valencia í dag hvort hann ætti inni góðan árangur á brautinni. „Nei. Vitanlega verður maður að vera samkeppnisfær og lánsamur þegar öryggisbíllinn kemur út. Maður þarf að vera á réttum stað á réttum tíma", sagði Alonso og sagði að sama staða hefði verið í síðustu keppni sem var í Kanada. Varð að stöðva keppnina vegna mikillar rigningar um tíma. Alonso telur sig hafa verið óheppinn í fyrra í Valencia í tengslum við útkomu öryggisbílsins í mótinu, en óhpp eru algeng á götubrautum sem krefst útkomu öryggisbílsins. „Vonandi getum við verið samkeppnisfærir í ár. Það er mikilvægast af öllu og það er mikilvægt fyrir okkur að komast á verðlaunapallinn hérna í Valencia. Mig líka. Vonandi getum við skemmt áhorfendum á sunnudag", sagði Alonso og gat þess að mótshaldarar og fleiri hefðu lagt áherslu á að fá fleiri áhorfendur á mótið þess mótshelgina en áður. Alonso var spurður af því á fréttamannafundinum hvort hann ætti möguleika á sigri. „Það er erfitt að vinna mót í augnablikinu. Það er ekki nokkur vafi á því að við áttum möguleika á sigri í Mónakó og Kanada. Það er staðreynd. Ekki draumsýn. Við vorum mjög nálægt sigri", sagði Alonso sem var annar á ráslínu í Kanada, en féll úr leik eftir samstuð við Jenson Button, sem vann mótið. „Við vorum 10 sentimetrum frá því að vinna í Mónakó, náðum öðru sæti, þannig að í tveimur síðustu mótunum hefur gengið vel. Við virðumst samkeppnisfærari. Eiginleikar Valencia brautarinnar eru svipaðir og í Kanada og Mónakó, þannig að kannski er annað tækfæri hérna, en því má ekki gleyma að stundum erum við sekúndu á eftir í tímatökum og ef svo er þá er erfitt að sigra", sagði Alonso. Formúla Íþróttir Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Tveir Formúlu 1 ökumenn verða á heimavelli á Valencia brautinni á Spáni um helgina. Fernando Alonso hjá Ferrari og Jamie Alguersuari hjá Torro Rosso. Alonso er meðal þeirra fimm efstu í stigamóti ökumanna í ár. Alonso skrifaði undir samning við Ferrari í Valencia á sínum tíma og hann ók í fyrsta skipti með liðinu á sérstökum Ferrari degi á braut í grennd við borgina. Þá hafði hann áður tekið sprett í Valencia borginni með McLaren árið 2007 og ók hann með liði frá Valencia í annarri mótaröð eitt sinn að eigin sögn. Hann hefur því ýmsar minningar frá borginni. En Alonso hefur aldrei komist á verðlaunapall í Formúlu 1 mótinu í Valencia, en besti árangur hans er sjötta sæti árið 2009. Alonso var spurður að því á fréttamannafundi í Valencia í dag hvort hann ætti inni góðan árangur á brautinni. „Nei. Vitanlega verður maður að vera samkeppnisfær og lánsamur þegar öryggisbíllinn kemur út. Maður þarf að vera á réttum stað á réttum tíma", sagði Alonso og sagði að sama staða hefði verið í síðustu keppni sem var í Kanada. Varð að stöðva keppnina vegna mikillar rigningar um tíma. Alonso telur sig hafa verið óheppinn í fyrra í Valencia í tengslum við útkomu öryggisbílsins í mótinu, en óhpp eru algeng á götubrautum sem krefst útkomu öryggisbílsins. „Vonandi getum við verið samkeppnisfærir í ár. Það er mikilvægast af öllu og það er mikilvægt fyrir okkur að komast á verðlaunapallinn hérna í Valencia. Mig líka. Vonandi getum við skemmt áhorfendum á sunnudag", sagði Alonso og gat þess að mótshaldarar og fleiri hefðu lagt áherslu á að fá fleiri áhorfendur á mótið þess mótshelgina en áður. Alonso var spurður af því á fréttamannafundinum hvort hann ætti möguleika á sigri. „Það er erfitt að vinna mót í augnablikinu. Það er ekki nokkur vafi á því að við áttum möguleika á sigri í Mónakó og Kanada. Það er staðreynd. Ekki draumsýn. Við vorum mjög nálægt sigri", sagði Alonso sem var annar á ráslínu í Kanada, en féll úr leik eftir samstuð við Jenson Button, sem vann mótið. „Við vorum 10 sentimetrum frá því að vinna í Mónakó, náðum öðru sæti, þannig að í tveimur síðustu mótunum hefur gengið vel. Við virðumst samkeppnisfærari. Eiginleikar Valencia brautarinnar eru svipaðir og í Kanada og Mónakó, þannig að kannski er annað tækfæri hérna, en því má ekki gleyma að stundum erum við sekúndu á eftir í tímatökum og ef svo er þá er erfitt að sigra", sagði Alonso.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira