Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ákváðu í gærkvöldi að Grikkland gæti fengið meiri neyðaraðstoð frá og með 1. júlí næstkomandi.
Þau skilyrði eru hinsvegar sett fyrir þessari aðstoð að gríska þingið samþykki fimm ára sparnaðar- og aðhaldsáætlun sem borin verður undir gríska þingið í næstu viku. Óljóst er hvort þingmeirihluti sé til staðar fyrir þessari áætlun.
Grikkir fá meiri neyðaraðstoð með skilyrðum
