Leiðtogar Evrópusambandsins hafa ákveðið að Mario Draghi verði næsti seðlabankastjóri evrópska seðlabankans (ECB). Þetta var ákveðið á fundi leiðtoganna sem nú stendur yfir í Brussel.
Draghi starfar sem stendur sem seðlabankastjóri Ítalíu en hann mun taka við hinu nýja starfi sínu þann 1. nóvember næstkomandi þegar Jean Claude Trichet lætur af störfum
Mario Draghi, sem er 63 ára gamall, er menntaður hagfræðingur frá MIT og hefur áður unnið hjá Alþjóðabankanum og Goldman Sachs. Þá er hann formaður fjármálastöðugleikanefndar ESB.

