Vettel kom fyrstur í mark Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. júní 2011 13:59 Sebastian Vettel fagnar sigrinum í dag. Nordic Photos / AFP Þjóðverjinn Sebastian Vettel hjá Red Bull hefur tekið afgerandi forystu í stigakeppni ökuþóra í Formúlu 1 eftir sigur í evrópska kappakstrinum sem fór fram í Valencia á Spáni. Vettel byrjaði fremstur á ráspól og hafði mikla yfirburði í keppninni. Þetta er hans sjötti sigur á tímabilinu og er hann nú með 77 stiga forystu á þá Jenson Button og Mark Webber í stigakeppninni. Fernando Alonso, Ferrari, varð annar í keppninni í dag og liðsfélagi Vettel hjá Red Bull, Mark Webber, þriðji. Lewis Hamilton, McLaren, varð fjórði og Felipe Massa hjá Ferrari fimmti. Spánverjinn Jaime Alguersuari náði frábærum árangri fyrir Toro Rosso í dag en hann endaði í áttunda sæti eftir að hafa verið átjándi á ráspólnum. En maður dagsins er Vettel sem hefur aldrei orðið neðar en í öðru sæti í þeim átta mótum sem er lokið af keppnistímabilinu. Hann er aðeins fjórtán stigum frá því að vera með fullt hús stiga. Formúla Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel hjá Red Bull hefur tekið afgerandi forystu í stigakeppni ökuþóra í Formúlu 1 eftir sigur í evrópska kappakstrinum sem fór fram í Valencia á Spáni. Vettel byrjaði fremstur á ráspól og hafði mikla yfirburði í keppninni. Þetta er hans sjötti sigur á tímabilinu og er hann nú með 77 stiga forystu á þá Jenson Button og Mark Webber í stigakeppninni. Fernando Alonso, Ferrari, varð annar í keppninni í dag og liðsfélagi Vettel hjá Red Bull, Mark Webber, þriðji. Lewis Hamilton, McLaren, varð fjórði og Felipe Massa hjá Ferrari fimmti. Spánverjinn Jaime Alguersuari náði frábærum árangri fyrir Toro Rosso í dag en hann endaði í áttunda sæti eftir að hafa verið átjándi á ráspólnum. En maður dagsins er Vettel sem hefur aldrei orðið neðar en í öðru sæti í þeim átta mótum sem er lokið af keppnistímabilinu. Hann er aðeins fjórtán stigum frá því að vera með fullt hús stiga.
Formúla Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira