Jan Mayen gæti orðið þjónustumiðstöð fyrir olíuleit Kristján Már Unnarsson skrifar 28. júní 2011 09:16 Aukin áhersla á rannsóknir og olíuleit á nýjum svæðum, eins og í Barentshafi og umhverfis Jan Mayen, er meðal þess sem ríkisstjórn Noregs boðar í nýrri skýrslu til Stórþingsins um olíuiðnaðinn. Helsta markmiðið er að tryggja arðbæra olíu- og gasvinnslu til langrar framtíðar til að stuðla að auknum lífsgæðum í Noregi. Olíuskýrslan, sem er sú fyrsta í sjö ár, lýsir stefnumörkun ríkisstjórnarinnar í málefnum olíuiðnaðarins, sem er stærsta atvinnugrein Noregs, mælt í verðmætasköpun, útflutningstekjum og skattgreiðslum. Um 200 þúsund manns starfa beint og óbeint við greinina, sem gert hefur Norðmenn að einni auðugustu þjóð veraldar. Boðað er að olíu- og gasvinnsla á hafsvæðum skuli leiða til atvinnusköpunar í landi og að þungamiðja uppbyggingar flytjist til Norður-Noregs, með jákvæðum áhrifum á samfélagið í þeim landshluta. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir olíuleit á umdeildum svæðum við Lófót og í Vesturál. Fyrir Íslendinga gæti haft mikla þýðingu í framtíðinni sú áhersla sem norsk stjórnvöld ætla að leggja á hafsvæðið umhverfis Jan Mayen. Nýi orku- og olíumálaráðherrann, Ola Borten Moe, sagði þegar hann kynnti skýrsluna að ferlið væri þegar hafið við Jan Mayen og því yrði fram haldið af fullum þunga. Í skýrslunni er tekið fram að óvíst sé hversu miklar auðlindir séu á Jan Mayen svæðinu en sagt að jarðfræðilegar aðstæður til myndunar olíu geti verið til staðar með sama hætti og í Noregshafi og við Austur-Grænland. Þörf sé á ítarlegri rannsóknum til að meta möguleika Jan Mayen-svæðisins og það verði gert með frekari hljóðbylgjumælingum og grunnum borunum. Norsk stjórnvöld friðlýstu Jan Mayen árið 2010. Þrátt fyrir friðlýsinguna er nú boðað að nauðsynlegt geti verið að nota Jan Mayen undir tiltekna starfsemi vegna olíuleitar, bæði sem öryggis- og björgunarmiðstöð og einnig sem þjónustumiðstöð og birgðastöð. Nefnd eru dæmi um mannvirki sem þar gæti þurft að byggja; vegir, viðlegukantar, hafnargarðar, olíugeymar, þyrluaðstaða og landtaka fyrir leiðslur. Hérlendis hafa sveitarfélög á Norðausturlandi, Vopnafjörður og Langanesbyggð, lagt drög að þjónustumiðstöð vegna olíuleitar við Jan Mayen. Samkvæmt þessu hyggjast Norðmenn ekki láta Íslendinga eina um að þjónusta olíuleit þar. Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Aukin áhersla á rannsóknir og olíuleit á nýjum svæðum, eins og í Barentshafi og umhverfis Jan Mayen, er meðal þess sem ríkisstjórn Noregs boðar í nýrri skýrslu til Stórþingsins um olíuiðnaðinn. Helsta markmiðið er að tryggja arðbæra olíu- og gasvinnslu til langrar framtíðar til að stuðla að auknum lífsgæðum í Noregi. Olíuskýrslan, sem er sú fyrsta í sjö ár, lýsir stefnumörkun ríkisstjórnarinnar í málefnum olíuiðnaðarins, sem er stærsta atvinnugrein Noregs, mælt í verðmætasköpun, útflutningstekjum og skattgreiðslum. Um 200 þúsund manns starfa beint og óbeint við greinina, sem gert hefur Norðmenn að einni auðugustu þjóð veraldar. Boðað er að olíu- og gasvinnsla á hafsvæðum skuli leiða til atvinnusköpunar í landi og að þungamiðja uppbyggingar flytjist til Norður-Noregs, með jákvæðum áhrifum á samfélagið í þeim landshluta. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir olíuleit á umdeildum svæðum við Lófót og í Vesturál. Fyrir Íslendinga gæti haft mikla þýðingu í framtíðinni sú áhersla sem norsk stjórnvöld ætla að leggja á hafsvæðið umhverfis Jan Mayen. Nýi orku- og olíumálaráðherrann, Ola Borten Moe, sagði þegar hann kynnti skýrsluna að ferlið væri þegar hafið við Jan Mayen og því yrði fram haldið af fullum þunga. Í skýrslunni er tekið fram að óvíst sé hversu miklar auðlindir séu á Jan Mayen svæðinu en sagt að jarðfræðilegar aðstæður til myndunar olíu geti verið til staðar með sama hætti og í Noregshafi og við Austur-Grænland. Þörf sé á ítarlegri rannsóknum til að meta möguleika Jan Mayen-svæðisins og það verði gert með frekari hljóðbylgjumælingum og grunnum borunum. Norsk stjórnvöld friðlýstu Jan Mayen árið 2010. Þrátt fyrir friðlýsinguna er nú boðað að nauðsynlegt geti verið að nota Jan Mayen undir tiltekna starfsemi vegna olíuleitar, bæði sem öryggis- og björgunarmiðstöð og einnig sem þjónustumiðstöð og birgðastöð. Nefnd eru dæmi um mannvirki sem þar gæti þurft að byggja; vegir, viðlegukantar, hafnargarðar, olíugeymar, þyrluaðstaða og landtaka fyrir leiðslur. Hérlendis hafa sveitarfélög á Norðausturlandi, Vopnafjörður og Langanesbyggð, lagt drög að þjónustumiðstöð vegna olíuleitar við Jan Mayen. Samkvæmt þessu hyggjast Norðmenn ekki láta Íslendinga eina um að þjónusta olíuleit þar.
Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira