Það er enn óljóst hvort Tiger Woods tekur þátt í opna breska meistaramótinu í golfi sem hefst þann 14. júlí. Tiger hefur verið frá vegna meiðsla síðan í maí og er ekki enn orðinn góður.
"Ég mun snúa til baka þegar ég er orðinn 100 prósent góður af meiðslunum. Ég veit ekki hvenær það verður," sagði Woods.
"Ég tek einn dag í einu sem stendur. Ég hef ekkert verið að slá. Ég vil gjarna spila en ég er ekki tilbúinn."
Woods hefur unnið 14 risamót á ferlinum og þar af hefur hann unnið opna breska í þrígang.
Síðan hann snéri aftur á völlinn eftir vandræði í einkalífinu hefur hann nánast alltaf verið meiddur. Tiger var í efsta sæti heimlistans í golfi í mörg ár en er nú í 17. sæti listans.
Fátt bendir til þess að Tiger taki þátt í opna breska
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mest lesið







Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn


Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“
Íslenski boltinn

Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar
Enski boltinn