Sebastian Vettel hjá Red Bull náði besta tíma í Formúlu 1 tímatökum í sjötta skipti á árinu, þegar hann náði besta tíma á Gilles Villeneuve brautinni í Montreal í Kanada í dag. Vettel verður því fremstur á ráslínu í kanadíska kappakstrinum sem fer fram á morgun.
Fernando Alonso náði næst besta tíma í tímatökunni og Felipe Massa liðsfélagi hans hjá Ferrari var þriðji sneggstur um brautina.
Sex mót hafa farið fram og Vettel hefur unnið 5 þeirra, en Lewis Hamilton eitt. Vettel varð 0.185 úr sekúndu á undan Alonso í tímatökunni í dag og 0.203 á undan Massa.
Mark Webber á Red Bull varð fjórði fljótastur í dag, en Lewis Hamilton á McLaren fimmti. Hamilton vann mótið í Montreal í fyrra.
Vettel er efstur í stigamóti ökumanna með 143 stig, Hamilton er með 83, Webber 79, en Jenson Button hjá McLaren er með 76 stig og Alonso 69.
Bein útsending verður frá kappakstrinum á morgun á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 16.30 og verður hún í opinni dagskrá.
Tímarnir af autosport.com
1. Sebastian Vettel Red Bull-Renault 1m13.014s
2. Fernando Alonso Ferrari 1m13.199s + 0.185
3. Felipe Massa Ferrari 1m13.217s + 0.203
4. Mark Webber Red Bull-Renault 1m13.429s + 0.415
5. Lewis Hamilton McLaren-Mercedes 1m13.565s + 0.551
6. Nico Rosberg Mercedes 1m13.814s + 0.800
7. Jenson Button McLaren-Mercedes 1m13.838s + 0.824
8. Michael Schumacher Mercedes 1m13.864s + 0.850
9. Nick Heidfeld Renault 1m14.062s + 1.048
10. Vitaly Petrov Renault 1m14.085s + 1.071
11. Paul di Resta Force India-Mercedes 1m14.752s + 1.321
12. Pastor Maldonado Williams-Cosworth 1m15.043s + 1.612
13. Kamui Kobayashi Sauber-Ferrari 1m15.285s + 1.854
14. Adrian Sutil Force India-Mercedes 1m15.287s + 1.856
15. Sebastien Buemi Toro Rosso-Ferrari 1m15.334s + 1.903
16. Rubens Barrichello Williams-Cosworth 1m15.361s + 1.930
17. Pedro de la Rosa Sauber-Ferrari 1m15.587s + 2.156
18. Jaime Alguersuari Toro Rosso-Ferrari 1m16.294s + 2.472
19. Jarno Trulli Lotus-Renault 1m16.745s + 2.923
20. Heikki Kovalainen Lotus-Renault 1m16.786s + 2.964
21. Tonio Liuzzi HRT-Cosworth 1m18.424s + 4.602
22. Timo Glock Virgin-Cosworth 1m18.537s + 4.715
23. Narain Karthikeyan HRT-Cosworth 1m18.574s + 4.752
24. Jerome D'Ambrosio Virgin-Cosworth 1m19.414s + 5.592
Vettel fremstur á ráslínu í sjötta skipti á árinu
