Aftur hreyfðist golfkúla Webb Simpson á flötinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júní 2011 14:45 Eitt upphafshögga Simpson í gær lenti í kjöltu áhorfanda sem sat undir tré Mynd/AFP Kylfingurinn Webb Simpson lenti í kunnulegum vandaræðum á þriðja hring Opna bandaríska meistaramótsins í gær. Þegar Webb bjó sig undir að pútta hreyfðist kúlan í golunni og kostaði Webb högg. „Ég sveiflaði kylfunni í átt að kúlunni og hún færðist um hálfan eða einn sentimetra,“ sagði Bandaríkjamaðurinn við fjölmiðla að loknum hringnum. Simpson spilaði hringinn í gær á fimm höggum undir pari. „Ég held að þetta sé farið að gerast of reglulega, er það ekki? Þetta var eiginlega eins og í New Orleans“, bætti Simpson við. Atvikið sem hann vísar til átti sér stað á PGA-mótaröðinni í New Orleans fyrir sjö vikum. Þá var hann á góðri leið að tryggja sér sinn fyrsta sigur á mótaröðinni. Líkt og í gær hreyfðist kúlan í vindinum þegar hann var búinn að stilla sér upp til að pútta. Hann fékk eitt högg í víti. Vítið varð til þess að Simpson þurfti að fara í umspil við samlanda sinn Bubba Watson sem hafði betur. Simpson er þrettán höggum á eftir Rory Mcllroy fyrir lokahringinn á Opna bandaríska sem verður spilaður í dag. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Kylfingurinn Webb Simpson lenti í kunnulegum vandaræðum á þriðja hring Opna bandaríska meistaramótsins í gær. Þegar Webb bjó sig undir að pútta hreyfðist kúlan í golunni og kostaði Webb högg. „Ég sveiflaði kylfunni í átt að kúlunni og hún færðist um hálfan eða einn sentimetra,“ sagði Bandaríkjamaðurinn við fjölmiðla að loknum hringnum. Simpson spilaði hringinn í gær á fimm höggum undir pari. „Ég held að þetta sé farið að gerast of reglulega, er það ekki? Þetta var eiginlega eins og í New Orleans“, bætti Simpson við. Atvikið sem hann vísar til átti sér stað á PGA-mótaröðinni í New Orleans fyrir sjö vikum. Þá var hann á góðri leið að tryggja sér sinn fyrsta sigur á mótaröðinni. Líkt og í gær hreyfðist kúlan í vindinum þegar hann var búinn að stilla sér upp til að pútta. Hann fékk eitt högg í víti. Vítið varð til þess að Simpson þurfti að fara í umspil við samlanda sinn Bubba Watson sem hafði betur. Simpson er þrettán höggum á eftir Rory Mcllroy fyrir lokahringinn á Opna bandaríska sem verður spilaður í dag.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira