Lykilríki innan OPEC, samtaka olíuframleiðenda, munu berjast fyrir því að olíuframleiðsla á vegum samtakanna verði aukin á næstunni með það fyrir augum að koma heimsmarkaðsverði á olíu aftur niður fyrir 100 dollara. Sem stendur kostar tunna af Brent olíunni tæpa 116 dollara.
Í frétt á Reuters segir að Saudi Arabía, Kuwait og Sameinuðu arabísku furstadæmin hafi áhyggjur af því að hátt olíuverð sé farið að skaða efnahag heimsins en OPEC fundar í vikunni í Vín í Austurríki.
Einn af þeim sem sækir fundinn segir við Reuters að nauðsynlegt sé að auka olíuframleiðsluna um að minnsta kosti milljón tunnur á dag.
Lykilríki innan OPEC berjast fyrir lækkun olíuverðs

Mest lesið


„Alltaf leiðindamál að lenda í svona“
Viðskipti erlent

Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna
Viðskipti innlent

Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón
Viðskipti innlent

„Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“
Viðskipti innlent

Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum
Viðskipti erlent

Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent

Að sleikja narsisstann upp í vinnunni
Atvinnulíf

Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári
Viðskipti innlent
