Bandarísku körfuboltamennirnir Justin Shouse og Darrell Flake fengu í dag úthlutað íslenskum ríkisborgararétti hjá Allsherjanefnd Alþingis og nú er að sjá hvort að landsliðsþjálfarinn Peter Öqvist vilji nota þá í A-landsliðið.
Þeir Justin Shouse og Darrell Flake eiga báðir að baki farsælan feril í íslensku úrvalsdeildinni og hefur Shouse verið í hópi bestu leikmanna deildarinnar undanfarin ár.
Justin Shouse hefur leikið hér á landi síðan að hann gekk til liðs við Drang í Vík í Mýrdal veturinn 2005-2006 en hann hefur leikið með Stjörnunni undanfarin þrjú tímabil. Shouse lék einnig með Snæfellingum í tvö tímabil.
Darrell Flake hefur leikið hér með hléum frá því að hann kom fyrst til KR-inga veturinn 2002-2003. Hann hefur leikið með KR, Fjölni, Tindastól og Skallagrími þar sem hann hefur spilað undanfarin tímabil.
Justin Shouse og Darrell Flake orðnir Íslendingar
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila
Enski boltinn

Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“
Íslenski boltinn

Chelsea meistari sjötta árið í röð
Enski boltinn




Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM
Enski boltinn


Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool
Enski boltinn

Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
