Fótbolti

Krkic orðaður við Udinese

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bojan Krkic í búningi spænska stórliðsins
Bojan Krkic í búningi spænska stórliðsins Mynd/Getty Images
Umboðsmaður Bojan Krkic leikmanns Barcelona segir félagið í viðræðum við Udinese á Ítalíu um hugsanleg vistaskipti kappans. Möguleiki er á að leikmaðurinn fari sem hluti af líklegum kaupum Barcelona á Alexis Sanchez frá ítalska félaginu.

„Ég veit að Barcelona og Udinese eiga í viðræðum en ég veit ekki smáatriðin. Hvort um kaup sé að ræða eða skipti á leikmönnunum.“

Framherjinn tvítugi sem á ættir sínar að rekja til Serbíu hefur fengið fá tækifæri með Evrópumeisturunum undanfarin misseri. Auk Udinese er Roma sagt vilja tryggja sér kappann. Nýr þjálfari Roma er Spánverjinn Luis Enrique fyrrum þjálfari b-liðs félagsins.


Tengdar fréttir

Luis Enrique að taka við Roma

Flest bendir til þess að Spánverjinn Luis Enrique taki við þjálfun ítalska knattspyrnuliðsins A.S. Roma. "Mér líst vel á verkefnið hjá Roma. Það þarf bara að ganga frá nokkrum smáatriðum áður en gengið verður frá samningi,“ sagði Enrique við ítalska fjölmiðla.

45 milljónir evra í nýja leikmenn hjá Barcelona

Þrátt fyrir að tap hafi orðið af rekstri Barcelona á síðasta starfsári hefur Pep Guardiola 45 milljónir evra til að styrkja hópinn. Þetta segir Javier Faus varaforseti rekstrarsviðs félagsins. Vefsíðan goal.com greinir frá.

Sanchez semur við Barcelona

Alexis Sanchez framherji Udinese hefur komist að samkomulagi um persónuleg kjör við stórlið Barcelona. Að sögn forseta Udinese, Franco Soldati, fær Sanchez jafnvirði tæpra 500 milljóna króna í árslaun. Þetta kemur fram í chileskum fjölmiðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×