Perez útskrifaður af spítalanum eftir óhappið í Mónakó 30. maí 2011 16:11 Sergio Perez spjallar við sjónvarpsmenn í Mónakó á tískusýningu fyrir mótshelgina í Mónakó. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Formúlu 1 ökumaðurinn Sergio Perez var útskrifaður af Grace Kelly spítalanum í Mónakó í dag. Hann lenti í óhappi á laugardaginn í tímatökum fyrir kappaksturinn í Mónakó. Perez fékk heilahristing og skrámaðist á læri. Læknar vildu halda honum á spítalanum til að fyllsta öryggis væri gatt varðandi heilsu hans. Perez man ekki eftir öllum sem gerðist í óhappinu á laugardag, en hann kom á mikilli ferð út úr undirgöngunum, snerist í brautinni og skall á vegriði og síðan öryggisvegg. Tímatakan tafðist nokkuð á meðan að hugað var að Perez um borð í bílnum og vakti það kvíða hjá mörgum á staðnum, en tímatakan hélt síðan áfram. Fljótlega bárust upplýsingar að hann hefði ekki meiðst alvarlega. „Ég er allt í lagi. Er með smá verk í fæti og hálsi, en þetta er tengt vöðvum og ekkert til að hafa áhyggjur af. Ég var með svima á sunnudag, en þakka guði fyrir að ég er heill heilsu og hlakka til að fara um borð í bílinn aftur", sagði Perez í fréttatilkynningu frá Sauber. Perez kvaðst þakklátur starfsmönnum spítalans og liðsmönnum sínum sem heimsóttu hann um helgina og öðrum. Hann sagði fjölskylduna hafa verið hjá sér og hann hefði ekki getað svarað öllum skilaboðunum sem hann fékk í símann sinn. „Ég man hvernig þriðja umferðin í tímatökunni byrjaði og man eftir sumu í óhappinu, en minnið er gloppótt eins og sakir standa varðandi björgunaraðgerðirnar. Ég veit ekki hvað olli óhappinu. Tæknimaður minn sagði mér að ekkert vandamál hefði verið í bílnum. Trúlega fór ég út úr aksturslínunni eða bremsaði á mishæð." Perez horfði á keppnina í Mónakó á spítalanum og sagði að það hefði verið synd að geta ekki keppt. Liðsfélagi hans Kamui Kobayahsi náði fjórða sæti í mótinu. „Ég er mjög ánægður hvað liðinu gekk vel og er viss um að við náum sambærilegum árangri fljótlega", sagði Perez. Formúla Íþróttir Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Formúlu 1 ökumaðurinn Sergio Perez var útskrifaður af Grace Kelly spítalanum í Mónakó í dag. Hann lenti í óhappi á laugardaginn í tímatökum fyrir kappaksturinn í Mónakó. Perez fékk heilahristing og skrámaðist á læri. Læknar vildu halda honum á spítalanum til að fyllsta öryggis væri gatt varðandi heilsu hans. Perez man ekki eftir öllum sem gerðist í óhappinu á laugardag, en hann kom á mikilli ferð út úr undirgöngunum, snerist í brautinni og skall á vegriði og síðan öryggisvegg. Tímatakan tafðist nokkuð á meðan að hugað var að Perez um borð í bílnum og vakti það kvíða hjá mörgum á staðnum, en tímatakan hélt síðan áfram. Fljótlega bárust upplýsingar að hann hefði ekki meiðst alvarlega. „Ég er allt í lagi. Er með smá verk í fæti og hálsi, en þetta er tengt vöðvum og ekkert til að hafa áhyggjur af. Ég var með svima á sunnudag, en þakka guði fyrir að ég er heill heilsu og hlakka til að fara um borð í bílinn aftur", sagði Perez í fréttatilkynningu frá Sauber. Perez kvaðst þakklátur starfsmönnum spítalans og liðsmönnum sínum sem heimsóttu hann um helgina og öðrum. Hann sagði fjölskylduna hafa verið hjá sér og hann hefði ekki getað svarað öllum skilaboðunum sem hann fékk í símann sinn. „Ég man hvernig þriðja umferðin í tímatökunni byrjaði og man eftir sumu í óhappinu, en minnið er gloppótt eins og sakir standa varðandi björgunaraðgerðirnar. Ég veit ekki hvað olli óhappinu. Tæknimaður minn sagði mér að ekkert vandamál hefði verið í bílnum. Trúlega fór ég út úr aksturslínunni eða bremsaði á mishæð." Perez horfði á keppnina í Mónakó á spítalanum og sagði að það hefði verið synd að geta ekki keppt. Liðsfélagi hans Kamui Kobayahsi náði fjórða sæti í mótinu. „Ég er mjög ánægður hvað liðinu gekk vel og er viss um að við náum sambærilegum árangri fljótlega", sagði Perez.
Formúla Íþróttir Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira