Innsláttarvilla kostar Goldman Sachs 5 milljarða 31. maí 2011 11:06 Neyðarleg innsláttarvilla á fjármálagerningum sem Goldman Sachs setti til sölu í kauphöllinni í Hong Kong mun að öllum líkindum kosta bankann 45 milljónir dollara eða ríflega 5 milljarða kr. Fjallað er um málið í dálknum Alphaville í Financial Times. Þar segir að fjármálagerningar þessir hafi verið settir á markað í febrúar en kauphöllin í Hong Kong hefur lokað fyrir viðskipti með þá meðan reynt er að greiða úr flækjunni. Samkvæmt Alphaville ætti formúlan til að loka þessum gerningum að vera: (Closing Level – Strike Level) x Index Currency Amount / Exchange Rate. Í rauninni lítur formúlan svona út: (Closing Level – Strike Level) x Index Currency Amount x Exchange Rate Það sem hefur gerst hér er að í staðinn fyrir að deila í með gjaldeyrisskráningunni er skráningin notuð til margföldunar. Þetta þýðir að Goldman Sachs hangir nú til þerris með 350 milljónir Hong Kong dollara í skuld í stað þeirra 10 milljóna HK dollara sem hann ætti að skulda fjárfestunum ef formúlan hefði verið rétt sleginn inn. Það eru alls 124 fjárfestar sem halda á fyrrgreindum fjármálagerningum og hefur Goldman Sachs boðið þeim að kaupa þá alla til baka með 10% bónusgreiðslu ofan á nafnverð og greiðslu á viðskiptakostnaðinum. Það tilboð hefur fallið í grýttan jarðveg meðal fjárfestanna. Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Neyðarleg innsláttarvilla á fjármálagerningum sem Goldman Sachs setti til sölu í kauphöllinni í Hong Kong mun að öllum líkindum kosta bankann 45 milljónir dollara eða ríflega 5 milljarða kr. Fjallað er um málið í dálknum Alphaville í Financial Times. Þar segir að fjármálagerningar þessir hafi verið settir á markað í febrúar en kauphöllin í Hong Kong hefur lokað fyrir viðskipti með þá meðan reynt er að greiða úr flækjunni. Samkvæmt Alphaville ætti formúlan til að loka þessum gerningum að vera: (Closing Level – Strike Level) x Index Currency Amount / Exchange Rate. Í rauninni lítur formúlan svona út: (Closing Level – Strike Level) x Index Currency Amount x Exchange Rate Það sem hefur gerst hér er að í staðinn fyrir að deila í með gjaldeyrisskráningunni er skráningin notuð til margföldunar. Þetta þýðir að Goldman Sachs hangir nú til þerris með 350 milljónir Hong Kong dollara í skuld í stað þeirra 10 milljóna HK dollara sem hann ætti að skulda fjárfestunum ef formúlan hefði verið rétt sleginn inn. Það eru alls 124 fjárfestar sem halda á fyrrgreindum fjármálagerningum og hefur Goldman Sachs boðið þeim að kaupa þá alla til baka með 10% bónusgreiðslu ofan á nafnverð og greiðslu á viðskiptakostnaðinum. Það tilboð hefur fallið í grýttan jarðveg meðal fjárfestanna.
Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira