Hamilton bað dómara afsökunar á lélegum brandara um dómgæsluna 31. maí 2011 19:46 Jenson Button, Jessica Mishibata og Lewis Hamilton í Mónakó. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Formúlu 1 ökumaðurinn Lewis Hamilton fór á fund dómara mótsins í Mónakó á sunnudaginn, eftir að hann hafði látið móðan mása við BBC og sagt dóm þeirra á akstursmáta hans brandara. Han gaf í skyn á kaldhæðin hátt að hann hefði verið dæmdur hart vegna þess að hann er blökkumaður. Hamilton var dæmdur fyrir að aka á Felipe Massa og Pastor Maldonado í mótinu, en hann var að reyna vinna sig upp listann, eftir slakan árangur í tímatökum. Eftir keppnina fór Hamilton í viðtal hjá BBC, samkvæmt frétt á autosport.com. Þar sagði hann að dómarnir gegn honum væru brandari og þegar hann var spurður hverju þetta sætti að hann hefði verið dæmdur svaraði Hamilton: "Kannski af því að ég er blökkumaður. Það segir Ali G. Ég veit ekki", var svar Hamilton. McLaren liðið tilkynnti síðar að Hamilton hefði farið á fund dómara og beðið afsökunar á ummælum sínum. Hann ræddi síðan við bresku pressuna og sagði að hann teldi að dómarar hefðu skilið að ummælin um Ali G. hefðu verið meint sem brandari. "Þetta var brandari, sem var ekki fyndinn. Ég gerði dómurum grein fyrir að ég hefði verið tilfinningaríkur þegar ég sagði þetta. Það er háspenna eftir svona mót og maður lætur ekki alltaf rétt orð falla", sagði Hamilton. "Við höfum friðmælst. Þeir meðtóku útskýringu mína og skildu. Við kvöddumst með handabandi. Þeir söguðu að þetta hefði verið erfið helgi og líta ætti fram veginn og óskuðu mér góðs gengis á árinu." "Dómararnir sögðu að þeir myndu útskýra fyrir öðrum meðlimum FIA og þeir myndu útskýra fyrir þeim sem hefðu misskilið ummælin. Svo er hitt hvort ég hefði átt að segja þetta. Ég var að reyna að vera fyndin, en þetta var ekki fyndið. Stundum misstígur maður sig og móðgar fólk", sagði Hamilton. Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Formúlu 1 ökumaðurinn Lewis Hamilton fór á fund dómara mótsins í Mónakó á sunnudaginn, eftir að hann hafði látið móðan mása við BBC og sagt dóm þeirra á akstursmáta hans brandara. Han gaf í skyn á kaldhæðin hátt að hann hefði verið dæmdur hart vegna þess að hann er blökkumaður. Hamilton var dæmdur fyrir að aka á Felipe Massa og Pastor Maldonado í mótinu, en hann var að reyna vinna sig upp listann, eftir slakan árangur í tímatökum. Eftir keppnina fór Hamilton í viðtal hjá BBC, samkvæmt frétt á autosport.com. Þar sagði hann að dómarnir gegn honum væru brandari og þegar hann var spurður hverju þetta sætti að hann hefði verið dæmdur svaraði Hamilton: "Kannski af því að ég er blökkumaður. Það segir Ali G. Ég veit ekki", var svar Hamilton. McLaren liðið tilkynnti síðar að Hamilton hefði farið á fund dómara og beðið afsökunar á ummælum sínum. Hann ræddi síðan við bresku pressuna og sagði að hann teldi að dómarar hefðu skilið að ummælin um Ali G. hefðu verið meint sem brandari. "Þetta var brandari, sem var ekki fyndinn. Ég gerði dómurum grein fyrir að ég hefði verið tilfinningaríkur þegar ég sagði þetta. Það er háspenna eftir svona mót og maður lætur ekki alltaf rétt orð falla", sagði Hamilton. "Við höfum friðmælst. Þeir meðtóku útskýringu mína og skildu. Við kvöddumst með handabandi. Þeir söguðu að þetta hefði verið erfið helgi og líta ætti fram veginn og óskuðu mér góðs gengis á árinu." "Dómararnir sögðu að þeir myndu útskýra fyrir öðrum meðlimum FIA og þeir myndu útskýra fyrir þeim sem hefðu misskilið ummælin. Svo er hitt hvort ég hefði átt að segja þetta. Ég var að reyna að vera fyndin, en þetta var ekki fyndið. Stundum misstígur maður sig og móðgar fólk", sagði Hamilton.
Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira