Webber á Red Bull náði besta tíma í tímatökum á Katalóníu brautinni á Spáni í dag. Hann varð 0.200 úr sekúndu á undan liðsfélaga sínum Sebastian Vettel, en Lewis Hamilton á McLaren varð þriðji 0.980 á eftir Webber.
Tveir fremstu ökumennirnir fór aðeins einn tímatökuhring í lokaumferðinni samkvæmt frétt á autosport.com, en Vettel hafði verið í vandræðum með KERS kerfið fyrr í tímatökunni. Engin náði að ógna tímum Webbers og Vettel á lokasprettinum á meðan þeir biðu í bílskýlinu eftir lokastöðunni.
Heimamaðurinn Fernando Alonso náði fjórða besta tíma á Ferrari og sló við tíma sem Jenson Button á McLaren hafði náð. Pastor Maldonado náði sínum best árangri í tímatöku í Formúlu 1 og komst í lokaumferðina í fyrsta skipti og ræsir níundi af stað, en Michael Schumacher er tíundi. Schumacher ók ekki lokaumferðina, þó kæmist þangað úr annarri umferð.
Nick Heidfeld gat ekki ekið í tímatökunni, þar sem það kviknaði í bíl hans á lokaæfingu fyrir tímatökuna og ekki náðist að gera við Renault bíl hans í tæka tíð.
Bein útsending er frá kappakstrinum á Katalóníu brautinni á Stöð 2 Sport á sunnudag og hefst hún kl. 11.30 og verður í opinni dagskrá.
Tímarnir í tímatökunni
1. Mark Webber Red Bull-Renault 1m20.981s
2. Sebastian Vettel Red Bull-Renault 1m21.181s + 0.200
3. Lewis Hamilton McLaren-Mercedes 1m21.961s + 0.980
4. Fernando Alonso Ferrari 1m21.964s + 0.983
5. Jenson Button McLaren-Mercedes 1m21.996s + 1.015
6. Vitaly Petrov Renault 1m22.471s + 1.490
7. Nico Rosberg Mercedes 1m22.599s + 1.618
8. Felipe Massa Ferrari 1m22.888s + 1.907
9. Pastor Maldonado Williams-Cosworth 1m22.952s + 1.971
10. Michael Schumacher Mercedes engin tími
11. Sebastien Buemi Toro Rosso-Ferrari 1m23.231s + 1.691
12. Sergio Perez Sauber-Ferrari 1m23.367s + 1.827
13. Jaime Alguersuari Toro Rosso-Ferrari 1m23.694s + 2.154
14. Kamui Kobayashi Sauber-Ferrari 1m23.702s + 2.162
15. Heikki Kovalainen Lotus-Renault 1m25.403s + 3.863
16. Paul di Resta Force India-Mercede 1m26.126s + 4.586
17. Adrian Sutil Force India-Mercede 1m26.571s + 5.031
18. Jarno Trulli Lotus-Renault 1m26.521s + 3.561
19. Rubens Barrichello Williams-Cosworth 1m26.910s + 3.950
20. Timo Glock Virgin-Cosworth 1m27.315s + 4.355
21. Tonio Liuzzi HRT-Cosworth 1m27.809s + 4.849
22. Narain Karthikeyan HRT-Cosworth 1m27.908s + 4.948
23. Jerome D'Ambrosio Virgin-Cosworth 1m28.556s + 5.596
24. Nick Heidfeld Renault engin tími
