Vettel ánægður eftir erfiðan dag 22. maí 2011 18:51 Silfurverðlaunahafinn Lewis Hamilton hjá McLaren, Peter Prodromou einn af yfirmönnunum hjá Red Bull, Sebastian Vettel, sigurvegarinn í dag með Red Bull og Jenson Button hjá McLaren, sem varð þriðji í dag á verðlaunapallinum á Katalóníu brautinni. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Sebastian Vettel vann sinn fjórða sigur í Formúlu 1 ár þessu keppnistímabili í dag, eftir harða keppni við Lewis Hamilton á McLaren allt til loka mótsins á Katalóníu brautinni á Spáni. Munaði aðeins 0.630 úr sekúndu á þeim í endamarkinu. Heimamaðurinn Fernando Alonso náði þó forystu í mótinu, eftir að hafa stokkið úr fjórða sæti í það fyrsta fyrir fyrstu beygju, eftir ræsinguna. „Þetta var nokkuð erfitt í dag. Í upphafi mótsins taldi ég að ég hefði náð að ræsa vel af stað. Ég skil ekki hvaðan Fernando kom! Hann ræsti af stað á eftir mér, 16 metrum á eftir og hann var orðinn samhliða mér hálfa leið að fyrstu beygju. Hann komst inn fyrir Mark, ég fór að utanverðu og Alonso var kominn í fyrsta sæti í fyrstu beygju", sagði Vettel um upphaf mótsins í dag. Baráttan um sigur á Katalóníu brautinni þróaðist út í slag á milli Lewis Hamilton og Vettel, eftir að Alonso hafði tekið þjónustuhlé í tuttugasta hring. En Vettel komst í forystuhlutverkið í 24 hring, þegar hann og Hamilton höfðu báðir tekið 2 þjónustuhlé, en þeir tóku í heildina 4 þjónustuhlé hvor í keppninnni. „Allir vildu nota mjúku dekkin í upphafi og helmingur mótsins var á hörðu dekkjunum. McLaren menn virtust mjög sterkir og voru með aðra keppnisáætlun, sem færðu þeim annað sætið á eftir okkur." „Eftir það vissi ég að þetta yrði mjög, mjög jafnt og í síðustu 10 hringjunum leið mér eins og í mótinu í Kína. Ég var að missa dekkjagrip og bað þess að það sama væri að gerast hjá Lewis, því hann virtist vera að ná mér. Þeir virtust fljótari, sérstaklega á síðasta tímatökusvæðinu. Í lok beina kaflans var hann í speglunum hjá mér og ég vissi ekki hvort ég átti að verjast eður ei. Þetta var jafnt, en í tveimur síðustu hringjunum náði ég að halda þetta út í tveimur síðustu hringjunum." „Kers-kerfið var af og á, sem þýddi að ég var að spila mikið á að stilla bremsuátakið (á milli fram og afturhjóla). McLaren og þá sérstaklega Lewis var okkur erfiður. Það er léttir að fara yfir endamarkslínuna og vita að þú hefur náð settu marki. Ég er mjög, mjög ánægður. Þetta eru frábær úrslit, og góð staðfesting á að við erum sterkir. En eins og við var að búast er McLaren og Ferrari að gera okkur erfitt fyrir og pressa stíft. Ég er mjög ánægður í dag", sagði Vettel. Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Sebastian Vettel vann sinn fjórða sigur í Formúlu 1 ár þessu keppnistímabili í dag, eftir harða keppni við Lewis Hamilton á McLaren allt til loka mótsins á Katalóníu brautinni á Spáni. Munaði aðeins 0.630 úr sekúndu á þeim í endamarkinu. Heimamaðurinn Fernando Alonso náði þó forystu í mótinu, eftir að hafa stokkið úr fjórða sæti í það fyrsta fyrir fyrstu beygju, eftir ræsinguna. „Þetta var nokkuð erfitt í dag. Í upphafi mótsins taldi ég að ég hefði náð að ræsa vel af stað. Ég skil ekki hvaðan Fernando kom! Hann ræsti af stað á eftir mér, 16 metrum á eftir og hann var orðinn samhliða mér hálfa leið að fyrstu beygju. Hann komst inn fyrir Mark, ég fór að utanverðu og Alonso var kominn í fyrsta sæti í fyrstu beygju", sagði Vettel um upphaf mótsins í dag. Baráttan um sigur á Katalóníu brautinni þróaðist út í slag á milli Lewis Hamilton og Vettel, eftir að Alonso hafði tekið þjónustuhlé í tuttugasta hring. En Vettel komst í forystuhlutverkið í 24 hring, þegar hann og Hamilton höfðu báðir tekið 2 þjónustuhlé, en þeir tóku í heildina 4 þjónustuhlé hvor í keppninnni. „Allir vildu nota mjúku dekkin í upphafi og helmingur mótsins var á hörðu dekkjunum. McLaren menn virtust mjög sterkir og voru með aðra keppnisáætlun, sem færðu þeim annað sætið á eftir okkur." „Eftir það vissi ég að þetta yrði mjög, mjög jafnt og í síðustu 10 hringjunum leið mér eins og í mótinu í Kína. Ég var að missa dekkjagrip og bað þess að það sama væri að gerast hjá Lewis, því hann virtist vera að ná mér. Þeir virtust fljótari, sérstaklega á síðasta tímatökusvæðinu. Í lok beina kaflans var hann í speglunum hjá mér og ég vissi ekki hvort ég átti að verjast eður ei. Þetta var jafnt, en í tveimur síðustu hringjunum náði ég að halda þetta út í tveimur síðustu hringjunum." „Kers-kerfið var af og á, sem þýddi að ég var að spila mikið á að stilla bremsuátakið (á milli fram og afturhjóla). McLaren og þá sérstaklega Lewis var okkur erfiður. Það er léttir að fara yfir endamarkslínuna og vita að þú hefur náð settu marki. Ég er mjög, mjög ánægður. Þetta eru frábær úrslit, og góð staðfesting á að við erum sterkir. En eins og við var að búast er McLaren og Ferrari að gera okkur erfitt fyrir og pressa stíft. Ég er mjög ánægður í dag", sagði Vettel.
Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira