Daniel Alves, bakvörður Barcelona, segir að það hafi haft góð áhrif Manchester United liðið að selja Cristiano Ronaldo til Real Madrid. Síðasti leikur Ronaldo fyrir UNited var þegar liðið tapði 2-0 fyrir Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2009 en liðin mætast aftur í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley á laugardaginn.
„Það er erfiðara að átta sig á þessu Manchester-liði og það er ekki eins fyrirsjáanlegt og þegar þeir voru með Cristiano Ronaldo," sagði Daniel Alves á blaðamannafundi á Nou Camp leikvanginum.
„Það má greinilega sjá að það er meira jafnvægi og meiri samstaða í þessu liði og þeir eru með sterkara lið en fyrir tveimur árum. Þeir eru mörg vopn og með marga frábæra leikmenn," sagði Dani Alves sem var í leikbanni í úrslitaleiknum 2009.
Xavi tók að einhverju leyti undir orð Dani Alves. „Ég veit ekki hvort það sé út af brotthvarfi Cristiano Ronaldo en það er rétt að þetta Manchester-lið vinnur betur sem ein heild. Þeir eru mjög þéttir á vellinum og vilja hafa boltann meira en fyrir tveimur árum," sagði Xavi.
Dani Alves: Meiri samstaða í United-liðinu eftir að Ronaldo fór
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni
Íslenski boltinn

Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman
Íslenski boltinn



Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn
Enski boltinn

Messi slær enn eitt metið
Fótbolti



„Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“
Íslenski boltinn
