Úrslitaleikurinn á Wembley: Messi og Chicharito markahæstir Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 24. maí 2011 22:00 Grafík / Visir.is Barcelona frá Spáni og Manchester United frá Englandi mætast í úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Wembley leikvanginum á laugardaginn. Argentínumaðurinn Lionel Messi er markahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar með 11 mörk og Barcelonamaðurinn verður án efa í stóru hlutverki gegn Man Utd. Markahæsti leikmaður enska liðsins í Meistaradeildinni er Javier Hernández eða Chicharito með 4 mörk. Það er óvíst hvort Chicharito verði í byrjunarliði Man Utd en hann hefur farið á kostum á sínu fyrsta tímabili. Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Man Utd hefur úr mörgum framherjum að velja og erfitt að spá fyrir um liðsvalið hjá hinum þaulreynda knattspyrnustjóra. Lionel Messi hefur átt frábært tímabil en hann var valinn knattspyrnumaður ársins hjá FIFA fyrir árið 2010. Chicharito skoraði sitt fyrsta mark fyrir Man Utd aðeins 18 mínútum eftir að hann kom inná sem varamaður á 63. mín í leik gegn bandarísku úrvalsliði í lok júlí 2010. Eins og sjá má í tölfræðinni hér fyrir ofan hefur flest gengið upp hjá hinum unga framherja á fyrsta tímabili hans með Man Utd. Þetta er í annað sinn á þremur árum sem þessi lið mætast í úrslitum keppninnar en bæði lið hafa landað þremur Evrópumeistaratitlum. Barcelona hafði betur gegn Real Madrid í undanúrslitum keppninnar 3-1 samanlagt og Man Utd lagði Schalke frá Þýskalandi 6-1 samanlagt. Man Utd hefur leikið til úrslita í þessari keppni þrjú skipti á síðustu fjórum árum. Barcelona vann sinn fyrsta Evrópumeistaratitil vorið 1992 en þá fór úrslitaleikurinn fram á Wembley. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Sjá meira
Barcelona frá Spáni og Manchester United frá Englandi mætast í úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Wembley leikvanginum á laugardaginn. Argentínumaðurinn Lionel Messi er markahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar með 11 mörk og Barcelonamaðurinn verður án efa í stóru hlutverki gegn Man Utd. Markahæsti leikmaður enska liðsins í Meistaradeildinni er Javier Hernández eða Chicharito með 4 mörk. Það er óvíst hvort Chicharito verði í byrjunarliði Man Utd en hann hefur farið á kostum á sínu fyrsta tímabili. Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Man Utd hefur úr mörgum framherjum að velja og erfitt að spá fyrir um liðsvalið hjá hinum þaulreynda knattspyrnustjóra. Lionel Messi hefur átt frábært tímabil en hann var valinn knattspyrnumaður ársins hjá FIFA fyrir árið 2010. Chicharito skoraði sitt fyrsta mark fyrir Man Utd aðeins 18 mínútum eftir að hann kom inná sem varamaður á 63. mín í leik gegn bandarísku úrvalsliði í lok júlí 2010. Eins og sjá má í tölfræðinni hér fyrir ofan hefur flest gengið upp hjá hinum unga framherja á fyrsta tímabili hans með Man Utd. Þetta er í annað sinn á þremur árum sem þessi lið mætast í úrslitum keppninnar en bæði lið hafa landað þremur Evrópumeistaratitlum. Barcelona hafði betur gegn Real Madrid í undanúrslitum keppninnar 3-1 samanlagt og Man Utd lagði Schalke frá Þýskalandi 6-1 samanlagt. Man Utd hefur leikið til úrslita í þessari keppni þrjú skipti á síðustu fjórum árum. Barcelona vann sinn fyrsta Evrópumeistaratitil vorið 1992 en þá fór úrslitaleikurinn fram á Wembley.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Sjá meira