Fótbolti

Seedorf verður í eitt ár til viðbótar hjá AC Milan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Clarence Seedorf.
Clarence Seedorf. Mynd/AFP
Hollenski miðjumaðurinn Clarence Seedorf hefur framlengt samning sinn við ítalska liðið AC Milan um eitt ár og verður því áfram hjá ítölsku meisturunum eins og reynsluboltarnir Filippo Inzaghi, Alessandro Nesta og Mark van Bommel.

Seedorf mun þvi ná því að spila í heilan áratug með AC Milan en hann kom þangað frá nágrönnunum í Internazionale árið 2002 þar sem hann hafði spilað í þrjú tímabil. Seedorf er 35 ára gamall en hann er fæddur í Súrinam.

Seedorf hefur tvisvar unnið Meistaradeildina með AC Milan á þessum tíma (2003 og 2007) en hann varð ítalskur meistari í annað skiptið á þessu tímabili eftir að hafa unnið deildina einnig vorið 2004.

Seedorf er líka sá eini sem hefur unnið meistaradeildina með þremur félögum því hann vann hana líka með Real Madrid og Ajax (tvisvar).

AC Milan hefur þegar fengið til sín varnarmennina Philippe Mexes og Taye Taiwo en miðjumaðurinn Andrea Pirlo og miðvörðurinn Sokratis Papastathopoulos eru farnir frá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×