Úrslitaleikurinn á Wembley: Tröllið og prinsinn í öftustu línu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. maí 2011 16:15 Grafík/Vísir.is Nemanja Vidic sem nýverið leiddi Manchester United til sigurs í ensku úrvalsdeildinni hefur verið einn traustasti leikmaður liðsins síðan hann kom til Englands árið 2006. Segja má að með komu Vidic til United hafi hjólin farið að snúast á nýjan leik eftir nokkur mögur ár. Fjórir Englandsmeistaratitlar í hús ásamt einum Meistaradeildartitli og árangurinn ekki hvað síst að þakka sterku miðvarðapari sem þeir Vidic og Ferdinand hafa myndað. Tapið gegn Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildar í Róm 2009 svíður þó enn „Leikurinn var eitt sorglegasta augnablikið á knattspyrnuferli mínum. Ég er viss um að enginn okkar leikmanna sé búinn að gleyma þeim leik." Mörk Samuel Eto'o og Lionel Messi tryggðu Börsungum öruggan 2-0 sigur. Serbinn sem sagður er ekkert hræðast segir Barcelona vissulega með frábært lið og líklegri til sigurs. Hins vegar sé kominn tími á að fólk sýni Man Utd virðingu. „Það er ekki eins og við höfum ekki unnið neitt undanfarin ár. Við erum Manchester United. Á síðustu fimm árum höfum við unnið fimm Englandsmeistaratitla og þetta er þriðji úrslitaleikur okkar í Meistaradeildinni. Ég hef trú á að við getum unnið." Piqué og Puyol - Jin og JangGerard Piqué miðvörður Barcelona á öllu betri minningar frá úrslitaleiknum 2009 enda í sigurliði meistaradeildar annað árið í röð. Piqué var á mála hjá Man Utd sem sigraði Chelsea í úrslitaleiknum í Moskvu 2008. Spánverjinn var ekki í leikmannahópi United í úrslitaleiknum en komst í fámennan hóp leikmanna sem hafa verið í sigurliði í keppninni tvö ár í röð með mismunandi liðum. Læknissonurinn og barnabarn fyrrum forseta Barcelona er einn fjölmargra núverandi lykilmanna liðsins sem hafa skilað sér í gegnum barna- og unglingastarf félagsins. Hann hefur myndað frábært miðvarðapar með fyrirliðanum Carlos Puyol. Leikmennirnir eru algjörar andstæður sem fáir reiknuðu með að myndu smellpassa jafnvel saman og raunin hefur orðið. Hellisbúinn, harðjaxlinn og hinn grafalvarlegi Puyol með hinum fjallmyndarlega, eldhressa og léttleikandi Piqué. Liðið hefur ekki tapað deildarleik á Spáni í yfir tvö ár þegar þeir hafa verið saman í vörninni. Piqué, sem er í sambandi við poppstjörnuna Shakiru, hefur margoft sagst hafa lært gríðarlega mikið af Ferdinand og Vidic á tíma sínum hjá United. Hann beri mikla virðingu fyrir þeim sem og liðsfélaga sínum og vini Puyol. Varnarmaðurinn krullhærði bætir upp skort á knattspyrnulegum hæfileikum sínum með vinnusemi og baráttu. Leikirnir sex sem Barcelona hefur tapað á tímabilinu eiga eitt sameiginlegt. Puyol var fjarverandi. „Hann lítur á alla leiki sem úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu", segir Piqué um félaga sinn sem ætti samkvæmt því að vera laus við allan sviðskrekk á laugardagskvöldið. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Úrslitaleikurinn á Wembley: Messi og Chicharito markahæstir Barcelona frá Spáni og Manchester United frá Englandi mætast í úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Wembley leikvanginum á laugardaginn. Argentínumaðurinn Lionel Messi er markahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar með 11 mörk og Barcelonamaðurinn verður án efa í stóru hlutverki gegn Man Utd. Markahæsti leikmaður enska liðsins í Meistaradeildinni er Javier Hernández eða Chicharito með 4 mörk. 24. maí 2011 22:00 Ungverji dæmir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Ungverjinn Viktor Kassai mun dæma úrslitaleik Meistaradeildarinnar á milli Barcelona og Manchester United en leikurinn fer fram á Wembley á laugardaginn og eftirlitsmaður UEFA er Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. 26. maí 2011 10:15 Úrslitaleikurinn á Wembley: Gamli og nýi tíminn mætast Þjálfari Man Utd, Sir Alex Ferguson, hyggur vafalítið á hefndir fyrir 2-0 tapið gegn Barcelona í úrslitaleiknum í Róm fyrir tveimur árum. Ferguson þótti tapið sérstaklega sárt en hann hefur lítið viljað ræða leikinn við fjölmiðla síðan. Sjaldan hefur lið hans verið jafn yfirspilað og gegn liðsmönnum Guardiola það kvöld. Ljóst er að Ferguson vill ekki upplifa slíka niðurlægingu aftur. 25. maí 2011 16:00 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláliðar hafa byrjað vel Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sjá meira
Nemanja Vidic sem nýverið leiddi Manchester United til sigurs í ensku úrvalsdeildinni hefur verið einn traustasti leikmaður liðsins síðan hann kom til Englands árið 2006. Segja má að með komu Vidic til United hafi hjólin farið að snúast á nýjan leik eftir nokkur mögur ár. Fjórir Englandsmeistaratitlar í hús ásamt einum Meistaradeildartitli og árangurinn ekki hvað síst að þakka sterku miðvarðapari sem þeir Vidic og Ferdinand hafa myndað. Tapið gegn Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildar í Róm 2009 svíður þó enn „Leikurinn var eitt sorglegasta augnablikið á knattspyrnuferli mínum. Ég er viss um að enginn okkar leikmanna sé búinn að gleyma þeim leik." Mörk Samuel Eto'o og Lionel Messi tryggðu Börsungum öruggan 2-0 sigur. Serbinn sem sagður er ekkert hræðast segir Barcelona vissulega með frábært lið og líklegri til sigurs. Hins vegar sé kominn tími á að fólk sýni Man Utd virðingu. „Það er ekki eins og við höfum ekki unnið neitt undanfarin ár. Við erum Manchester United. Á síðustu fimm árum höfum við unnið fimm Englandsmeistaratitla og þetta er þriðji úrslitaleikur okkar í Meistaradeildinni. Ég hef trú á að við getum unnið." Piqué og Puyol - Jin og JangGerard Piqué miðvörður Barcelona á öllu betri minningar frá úrslitaleiknum 2009 enda í sigurliði meistaradeildar annað árið í röð. Piqué var á mála hjá Man Utd sem sigraði Chelsea í úrslitaleiknum í Moskvu 2008. Spánverjinn var ekki í leikmannahópi United í úrslitaleiknum en komst í fámennan hóp leikmanna sem hafa verið í sigurliði í keppninni tvö ár í röð með mismunandi liðum. Læknissonurinn og barnabarn fyrrum forseta Barcelona er einn fjölmargra núverandi lykilmanna liðsins sem hafa skilað sér í gegnum barna- og unglingastarf félagsins. Hann hefur myndað frábært miðvarðapar með fyrirliðanum Carlos Puyol. Leikmennirnir eru algjörar andstæður sem fáir reiknuðu með að myndu smellpassa jafnvel saman og raunin hefur orðið. Hellisbúinn, harðjaxlinn og hinn grafalvarlegi Puyol með hinum fjallmyndarlega, eldhressa og léttleikandi Piqué. Liðið hefur ekki tapað deildarleik á Spáni í yfir tvö ár þegar þeir hafa verið saman í vörninni. Piqué, sem er í sambandi við poppstjörnuna Shakiru, hefur margoft sagst hafa lært gríðarlega mikið af Ferdinand og Vidic á tíma sínum hjá United. Hann beri mikla virðingu fyrir þeim sem og liðsfélaga sínum og vini Puyol. Varnarmaðurinn krullhærði bætir upp skort á knattspyrnulegum hæfileikum sínum með vinnusemi og baráttu. Leikirnir sex sem Barcelona hefur tapað á tímabilinu eiga eitt sameiginlegt. Puyol var fjarverandi. „Hann lítur á alla leiki sem úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu", segir Piqué um félaga sinn sem ætti samkvæmt því að vera laus við allan sviðskrekk á laugardagskvöldið.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Úrslitaleikurinn á Wembley: Messi og Chicharito markahæstir Barcelona frá Spáni og Manchester United frá Englandi mætast í úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Wembley leikvanginum á laugardaginn. Argentínumaðurinn Lionel Messi er markahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar með 11 mörk og Barcelonamaðurinn verður án efa í stóru hlutverki gegn Man Utd. Markahæsti leikmaður enska liðsins í Meistaradeildinni er Javier Hernández eða Chicharito með 4 mörk. 24. maí 2011 22:00 Ungverji dæmir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Ungverjinn Viktor Kassai mun dæma úrslitaleik Meistaradeildarinnar á milli Barcelona og Manchester United en leikurinn fer fram á Wembley á laugardaginn og eftirlitsmaður UEFA er Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. 26. maí 2011 10:15 Úrslitaleikurinn á Wembley: Gamli og nýi tíminn mætast Þjálfari Man Utd, Sir Alex Ferguson, hyggur vafalítið á hefndir fyrir 2-0 tapið gegn Barcelona í úrslitaleiknum í Róm fyrir tveimur árum. Ferguson þótti tapið sérstaklega sárt en hann hefur lítið viljað ræða leikinn við fjölmiðla síðan. Sjaldan hefur lið hans verið jafn yfirspilað og gegn liðsmönnum Guardiola það kvöld. Ljóst er að Ferguson vill ekki upplifa slíka niðurlægingu aftur. 25. maí 2011 16:00 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláliðar hafa byrjað vel Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sjá meira
Úrslitaleikurinn á Wembley: Messi og Chicharito markahæstir Barcelona frá Spáni og Manchester United frá Englandi mætast í úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Wembley leikvanginum á laugardaginn. Argentínumaðurinn Lionel Messi er markahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar með 11 mörk og Barcelonamaðurinn verður án efa í stóru hlutverki gegn Man Utd. Markahæsti leikmaður enska liðsins í Meistaradeildinni er Javier Hernández eða Chicharito með 4 mörk. 24. maí 2011 22:00
Ungverji dæmir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Ungverjinn Viktor Kassai mun dæma úrslitaleik Meistaradeildarinnar á milli Barcelona og Manchester United en leikurinn fer fram á Wembley á laugardaginn og eftirlitsmaður UEFA er Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. 26. maí 2011 10:15
Úrslitaleikurinn á Wembley: Gamli og nýi tíminn mætast Þjálfari Man Utd, Sir Alex Ferguson, hyggur vafalítið á hefndir fyrir 2-0 tapið gegn Barcelona í úrslitaleiknum í Róm fyrir tveimur árum. Ferguson þótti tapið sérstaklega sárt en hann hefur lítið viljað ræða leikinn við fjölmiðla síðan. Sjaldan hefur lið hans verið jafn yfirspilað og gegn liðsmönnum Guardiola það kvöld. Ljóst er að Ferguson vill ekki upplifa slíka niðurlægingu aftur. 25. maí 2011 16:00