Úrslitaleikurinn á Wembley: Reynsluboltarnir á miðjunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2011 14:15 Grafík/visir.is Ryan Giggs leikmaður Manchester United hefur verið áberandi í fjölmiðlum undanfarnar vikur þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að halda nafni sínu úr sviðsljósinu. Goðsögnin með flekklausa mannorðið virðist á endaspretti ferilsins hafa stigið út af sporinu og reynir nú hvað hann getur að bjarga andlitinu. Hversu mikla athygli sem bólfimimál kappans mun vekja hefur hinn 37 ára Walesverji fyrir löngu skráð nafn sitt í sögubækurnar fyrir ótrúlega og einstaka velgengni á knattspyrnuvellinum. Dramatískur úrslitaleikur Meistaradeildar árið 2008 gegn Chelsea í Moskvu er sérstaklega eftirminnilegur fyrir Giggs. Auk þess að skora úr síðustu spyrnu United í vítaspyrnukeppninni og lyfta titlinum ásamt Rio Ferdinand í leikslok náði Walesverjinn merkilegum áfanga. Hann fór fram úr goðsögninni Sir Bobby Charlton í leikjum spiluðum fyrir rauðu djöflana, met sem hann bætir með hverjum leik. Dagarnir sem menn á borð við Sir Stanley Matthews spiluðu til fimmtugs eru liðnir og þykir með ólíkindum hversu lengi Giggs hefur tekist að spila knattspyrnu í hæsta styrkleikaflokki. Löngum ferli þakkar hann meðal annars reglulegum jóga-æfingum og hollu mataræði. Giggs var lengst af þekktur fyrir hlaup sín upp vinstri kantinn en hefur undanfarin ár spilað á miðri miðjunni með góðum árangri. Á laugardagskvöldið mun hann að öllum líkindum glíma við heilann í Barcelona-liðinu, Xavi, sem hafði betur í rimmu þeirra á sama vettvangi í Róm fyrir tveimur árum. Arkitektinn og stoðsendingakóngurinn hjá BörsungumXavi hefur verið lykilmaður hjá Barcelona í rúman áratug eða síðan hann tók við hlutverki hetju sinnar Pep Guardiola, núverandi þjálfara liðsins, á miðjunni. Xavi er af flestum talinn besti miðjumaður heims í dag. Heilinn í sigursælu liði Barcelona og landsliði Spánar en bæði lið hafa unnið alla stóru titlana í heimsfótboltanum sem í boði eru. Algengt er að Xavi eigi fleiri sendingar í leik en lið andstæðinganna til samans. Svo mikið snýst uppbygging spils Börsunga um hann. Hann skorar ekkert sérstaklega mikið af mörkum af miðjumanni að vera en leggur upp þeim mun fleiri fyrir samherja sína. Skallamark Messi í úrslitaleiknum 2009 og sigurmark Torres gegn Þjóðverjum í úrslitaleik EM 2008 komu bæði eftir frábærar sendingar miðjumannsins snjalla. Ætli Englandsmeistarar Man Utd að eiga möguleika annað kvöld þurfa þeir að sjá til þess að Xavi nái ekki að stjórna hraðanum og flæðinu eins og honum einum er lagið. Takist það eiga Giggs og félaga möguleika. Ef ekki er voðinn vís fyrir þá ensku og besta knattspyrnulið heimsins bætir enn einni skrautfjöður í hatt sinn. Úrslitaleikurinn á Wembley: Tröllið og prinsinn í öftustu línugrafik / visir.isNemanja Vidic sem nýverið leiddi Manchester United til sigurs í ensku úrvalsdeildinni hefur verið einn traustasti leikmaður liðsins síðan hann kom til Englands árið 2006. Segja má að með komu Vidic til United hafi hjólin farið að snúast á nýjan leik eftir nokkur mögur ár. Fjórir Englandsmeistaratitlar í hús ásamt einum Meistaradeildartitli og árangurinn ekki hvað síst að þakka sterku miðvarðapari sem þeir Vidic og Ferdinand hafa myndað. Tapið gegn Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildar í Róm 2009 svíður þó enn „Leikurinn var eitt sorglegasta augnablikið á knattspyrnuferli mínum. Ég er viss um að enginn okkar leikmanna sé búinn að gleyma þeim leik." Mörk Samuel Eto'o og Lionel Messi tryggðu Börsungum öruggan 2-0 sigur. Serbinn sem sagður er ekkert hræðast segir Barcelona vissulega með frábært lið og líklegri til sigurs. Hins vegar sé kominn tími á að fólk sýni Man Utd virðingu. „Það er ekki eins og við höfum ekki unnið neitt undanfarin ár. Við erum Manchester United. Á síðustu fimm árum höfum við unnið fimm Englandsmeistaratitla og þetta er þriðji úrslitaleikur okkar í Meistaradeildinni. Ég hef trú á að við getum unnið." Piqué og Puyol - Jin og JangGerard Piqué miðvörður Barcelona á öllu betri minningar frá úrslitaleiknum 2009 enda í sigurliði meistaradeildar annað árið í röð. Piqué var á mála hjá Man Utd sem sigraði Chelsea í úrslitaleiknum í Moskvu 2008. Spánverjinn var ekki í leikmannahópi United í úrslitaleiknum en komst í fámennan hóp leikmanna sem hafa verið í sigurliði í keppninni tvö ár í röð með mismunandi liðum. Læknissonurinn og barnabarn fyrrum forseta Barcelona er einn fjölmargra núverandi lykilmanna liðsins sem hafa skilað sér í gegnum barna- og unglingastarf félagsins. Hann hefur myndað frábært miðvarðapar með fyrirliðanum Carlos Puyol. Leikmennirnir eru algjörar andstæður sem fáir reiknuðu með að myndu smellpassa jafnvel saman og raunin hefur orðið. Hellisbúinn, harðjaxlinn og hinn grafalvarlegi Puyol með hinum fjallmyndarlega, eldhressa og léttleikandi Piqué. Liðið hefur ekki tapað deildarleik á Spáni í yfir tvö ár þegar þeir hafa verið saman í vörninni. Piqué, sem er í sambandi við poppstjörnuna Shakiru, hefur margoft sagst hafa lært gríðarlega mikið af Ferdinand og Vidic á tíma sínum hjá United. Hann beri mikla virðingu fyrir þeim sem og liðsfélaga sínum og vini Puyol. Varnarmaðurinn krullhærði bætir upp skort á knattspyrnulegum hæfileikum sínum með vinnusemi og baráttu. Leikirnir sex sem Barcelona hefur tapað á tímabilinu eiga eitt sameiginlegt. Puyol var fjarverandi. Úrslitaleikurinn á Wembley: Gamli og nýi tíminn mætastGrafík / visir.isÞjálfari Man Utd, Sir Alex Ferguson, hyggur vafalítið á hefndir fyrir 2-0 tapið gegn Barcelona í úrslitaleiknum í Róm fyrir tveimur árum. Ferguson þótti tapið sérstaklega sárt en hann hefur lítið viljað ræða leikinn við fjölmiðla síðan. Sjaldan hefur lið hans verið jafn yfirspilað og gegn liðsmönnum Guardiola það kvöld. Ljóst er að Ferguson vill ekki upplifa slíka niðurlægingu aftur. Hinn reyndi Ferguson hafði fram að því aldrei beðið lægri hlut í úrslitaleik í Evrópukeppni. Með sigri hefði Skotinn skráð nafn sitt í sögubækurnar með sínum þriðja Meistaradeildartitli. Aðeins Bob Paisley, fyrrverandi þjálfari Liverpool, hefur unnið keppnina oftar alls þrisvar sinnum. Ferguson, sem verður sjötugur í lok árs, fær því annað tækifæri til að komast upp að hlið Paisley á laugardaginn. Sigur Barcelona í Róm undir stjórn Guardiola var sögulegur. Guardiola, þá 38 ára, varð yngsti þjálfarinn í sögu keppninnar til að leiða lið sitt til sigurs. Titillinn var hluti af stórkostlegu tímabili hjá Guardiola hans fyrsta ár í starfi en Barcelona vann alla stóru titlana sem í boði voru. Guardiola komst um leið í fámennan hóp manna sem hafa unnið Meistaradeildina sem leikmenn og þjálfarar. Guardiola var nefnilega í liði Barcelona sem sigraði Sampdoria í úrslitaleik keppninnar árið 1992. Leikurinn fór fram á kunnuglegum stað. Gamla Wembley-leikvanginum í Lundúnum sem rifinn var árið 2003 fyrir byggingu leikvangsins sem leikið verður á á laugardaginn. Úrslitaleikurinn á Wembley: Messi og Chicharito markahæstirGrafík / Visir.isBarcelona frá Spáni og Manchester United frá Englandi mætast í úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Wembley leikvanginum á laugardaginn. Argentínumaðurinn Lionel Messi er markahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar með 11 mörk og Barcelonamaðurinn verður án efa í stóru hlutverki gegn Man Utd. Markahæsti leikmaður enska liðsins í Meistaradeildinni er Javier Hernández eða Chicharito með 4 mörk. Það er óvíst hvort Chicharito verði í byrjunarliði Man Utd en hann hefur farið á kostum á sínu fyrsta tímabili. Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Man Utd hefur úr mörgum framherjum að velja og erfitt að spá fyrir um liðsvalið hjá hinum þaulreynda knattspyrnustjóra. Lionel Messi hefur átt frábært tímabil en hann var valinn knattspyrnumaður ársins hjá FIFA fyrir árið 2010. Chicharito skoraði sitt fyrsta mark fyrir Man Utd aðeins 18 mínútum eftir að hann kom inná sem varamaður á 63. mín í leik gegn bandarísku úrvalsliði í lok júlí 2010. Eins og sjá má í tölfræðinni hér fyrir ofan hefur flest gengið upp hjá hinum unga framherja á fyrsta tímabili hans með Man Utd. Þetta er í annað sinn á þremur árum sem þessi lið mætast í úrslitum keppninnar en bæði lið hafa landað þremur Evrópumeistaratitlum. Barcelona hafði betur gegn Real Madrid í undanúrslitum keppninnar 3-1 samanlagt og Man Utd lagði Schalke frá Þýskalandi 6-1 samanlagt. Man Utd hefur leikið til úrslita í þessari keppni þrjú skipti á síðustu fjórum árum. Barcelona vann sinn fyrsta Evrópumeistaratitil vorið 1992 en þá fór úrslitaleikurinn fram á Wembley. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Úrslitaleikurinn á Wembley: Messi og Chicharito markahæstir Barcelona frá Spáni og Manchester United frá Englandi mætast í úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Wembley leikvanginum á laugardaginn. Argentínumaðurinn Lionel Messi er markahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar með 11 mörk og Barcelonamaðurinn verður án efa í stóru hlutverki gegn Man Utd. Markahæsti leikmaður enska liðsins í Meistaradeildinni er Javier Hernández eða Chicharito með 4 mörk. 24. maí 2011 22:00 Úrslitaleikurinn á Wembley: Tröllið og prinsinn í öftustu línu Nemanja Vidic sem nýverið leiddi Manchester United til sigurs í ensku úrvalsdeildinni hefur verið einn traustasti leikmaður liðsins síðan hann kom til Englands árið 2006. Segja má að með komu Vidic til United hafi hjólin farið að snúast á nýjan leik eftir nokkur mögur ár. 26. maí 2011 16:15 Úrslitaleikurinn á Wembley: Gamli og nýi tíminn mætast Þjálfari Man Utd, Sir Alex Ferguson, hyggur vafalítið á hefndir fyrir 2-0 tapið gegn Barcelona í úrslitaleiknum í Róm fyrir tveimur árum. Ferguson þótti tapið sérstaklega sárt en hann hefur lítið viljað ræða leikinn við fjölmiðla síðan. Sjaldan hefur lið hans verið jafn yfirspilað og gegn liðsmönnum Guardiola það kvöld. Ljóst er að Ferguson vill ekki upplifa slíka niðurlægingu aftur. 25. maí 2011 16:00 Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Sjá meira
Ryan Giggs leikmaður Manchester United hefur verið áberandi í fjölmiðlum undanfarnar vikur þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að halda nafni sínu úr sviðsljósinu. Goðsögnin með flekklausa mannorðið virðist á endaspretti ferilsins hafa stigið út af sporinu og reynir nú hvað hann getur að bjarga andlitinu. Hversu mikla athygli sem bólfimimál kappans mun vekja hefur hinn 37 ára Walesverji fyrir löngu skráð nafn sitt í sögubækurnar fyrir ótrúlega og einstaka velgengni á knattspyrnuvellinum. Dramatískur úrslitaleikur Meistaradeildar árið 2008 gegn Chelsea í Moskvu er sérstaklega eftirminnilegur fyrir Giggs. Auk þess að skora úr síðustu spyrnu United í vítaspyrnukeppninni og lyfta titlinum ásamt Rio Ferdinand í leikslok náði Walesverjinn merkilegum áfanga. Hann fór fram úr goðsögninni Sir Bobby Charlton í leikjum spiluðum fyrir rauðu djöflana, met sem hann bætir með hverjum leik. Dagarnir sem menn á borð við Sir Stanley Matthews spiluðu til fimmtugs eru liðnir og þykir með ólíkindum hversu lengi Giggs hefur tekist að spila knattspyrnu í hæsta styrkleikaflokki. Löngum ferli þakkar hann meðal annars reglulegum jóga-æfingum og hollu mataræði. Giggs var lengst af þekktur fyrir hlaup sín upp vinstri kantinn en hefur undanfarin ár spilað á miðri miðjunni með góðum árangri. Á laugardagskvöldið mun hann að öllum líkindum glíma við heilann í Barcelona-liðinu, Xavi, sem hafði betur í rimmu þeirra á sama vettvangi í Róm fyrir tveimur árum. Arkitektinn og stoðsendingakóngurinn hjá BörsungumXavi hefur verið lykilmaður hjá Barcelona í rúman áratug eða síðan hann tók við hlutverki hetju sinnar Pep Guardiola, núverandi þjálfara liðsins, á miðjunni. Xavi er af flestum talinn besti miðjumaður heims í dag. Heilinn í sigursælu liði Barcelona og landsliði Spánar en bæði lið hafa unnið alla stóru titlana í heimsfótboltanum sem í boði eru. Algengt er að Xavi eigi fleiri sendingar í leik en lið andstæðinganna til samans. Svo mikið snýst uppbygging spils Börsunga um hann. Hann skorar ekkert sérstaklega mikið af mörkum af miðjumanni að vera en leggur upp þeim mun fleiri fyrir samherja sína. Skallamark Messi í úrslitaleiknum 2009 og sigurmark Torres gegn Þjóðverjum í úrslitaleik EM 2008 komu bæði eftir frábærar sendingar miðjumannsins snjalla. Ætli Englandsmeistarar Man Utd að eiga möguleika annað kvöld þurfa þeir að sjá til þess að Xavi nái ekki að stjórna hraðanum og flæðinu eins og honum einum er lagið. Takist það eiga Giggs og félaga möguleika. Ef ekki er voðinn vís fyrir þá ensku og besta knattspyrnulið heimsins bætir enn einni skrautfjöður í hatt sinn. Úrslitaleikurinn á Wembley: Tröllið og prinsinn í öftustu línugrafik / visir.isNemanja Vidic sem nýverið leiddi Manchester United til sigurs í ensku úrvalsdeildinni hefur verið einn traustasti leikmaður liðsins síðan hann kom til Englands árið 2006. Segja má að með komu Vidic til United hafi hjólin farið að snúast á nýjan leik eftir nokkur mögur ár. Fjórir Englandsmeistaratitlar í hús ásamt einum Meistaradeildartitli og árangurinn ekki hvað síst að þakka sterku miðvarðapari sem þeir Vidic og Ferdinand hafa myndað. Tapið gegn Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildar í Róm 2009 svíður þó enn „Leikurinn var eitt sorglegasta augnablikið á knattspyrnuferli mínum. Ég er viss um að enginn okkar leikmanna sé búinn að gleyma þeim leik." Mörk Samuel Eto'o og Lionel Messi tryggðu Börsungum öruggan 2-0 sigur. Serbinn sem sagður er ekkert hræðast segir Barcelona vissulega með frábært lið og líklegri til sigurs. Hins vegar sé kominn tími á að fólk sýni Man Utd virðingu. „Það er ekki eins og við höfum ekki unnið neitt undanfarin ár. Við erum Manchester United. Á síðustu fimm árum höfum við unnið fimm Englandsmeistaratitla og þetta er þriðji úrslitaleikur okkar í Meistaradeildinni. Ég hef trú á að við getum unnið." Piqué og Puyol - Jin og JangGerard Piqué miðvörður Barcelona á öllu betri minningar frá úrslitaleiknum 2009 enda í sigurliði meistaradeildar annað árið í röð. Piqué var á mála hjá Man Utd sem sigraði Chelsea í úrslitaleiknum í Moskvu 2008. Spánverjinn var ekki í leikmannahópi United í úrslitaleiknum en komst í fámennan hóp leikmanna sem hafa verið í sigurliði í keppninni tvö ár í röð með mismunandi liðum. Læknissonurinn og barnabarn fyrrum forseta Barcelona er einn fjölmargra núverandi lykilmanna liðsins sem hafa skilað sér í gegnum barna- og unglingastarf félagsins. Hann hefur myndað frábært miðvarðapar með fyrirliðanum Carlos Puyol. Leikmennirnir eru algjörar andstæður sem fáir reiknuðu með að myndu smellpassa jafnvel saman og raunin hefur orðið. Hellisbúinn, harðjaxlinn og hinn grafalvarlegi Puyol með hinum fjallmyndarlega, eldhressa og léttleikandi Piqué. Liðið hefur ekki tapað deildarleik á Spáni í yfir tvö ár þegar þeir hafa verið saman í vörninni. Piqué, sem er í sambandi við poppstjörnuna Shakiru, hefur margoft sagst hafa lært gríðarlega mikið af Ferdinand og Vidic á tíma sínum hjá United. Hann beri mikla virðingu fyrir þeim sem og liðsfélaga sínum og vini Puyol. Varnarmaðurinn krullhærði bætir upp skort á knattspyrnulegum hæfileikum sínum með vinnusemi og baráttu. Leikirnir sex sem Barcelona hefur tapað á tímabilinu eiga eitt sameiginlegt. Puyol var fjarverandi. Úrslitaleikurinn á Wembley: Gamli og nýi tíminn mætastGrafík / visir.isÞjálfari Man Utd, Sir Alex Ferguson, hyggur vafalítið á hefndir fyrir 2-0 tapið gegn Barcelona í úrslitaleiknum í Róm fyrir tveimur árum. Ferguson þótti tapið sérstaklega sárt en hann hefur lítið viljað ræða leikinn við fjölmiðla síðan. Sjaldan hefur lið hans verið jafn yfirspilað og gegn liðsmönnum Guardiola það kvöld. Ljóst er að Ferguson vill ekki upplifa slíka niðurlægingu aftur. Hinn reyndi Ferguson hafði fram að því aldrei beðið lægri hlut í úrslitaleik í Evrópukeppni. Með sigri hefði Skotinn skráð nafn sitt í sögubækurnar með sínum þriðja Meistaradeildartitli. Aðeins Bob Paisley, fyrrverandi þjálfari Liverpool, hefur unnið keppnina oftar alls þrisvar sinnum. Ferguson, sem verður sjötugur í lok árs, fær því annað tækifæri til að komast upp að hlið Paisley á laugardaginn. Sigur Barcelona í Róm undir stjórn Guardiola var sögulegur. Guardiola, þá 38 ára, varð yngsti þjálfarinn í sögu keppninnar til að leiða lið sitt til sigurs. Titillinn var hluti af stórkostlegu tímabili hjá Guardiola hans fyrsta ár í starfi en Barcelona vann alla stóru titlana sem í boði voru. Guardiola komst um leið í fámennan hóp manna sem hafa unnið Meistaradeildina sem leikmenn og þjálfarar. Guardiola var nefnilega í liði Barcelona sem sigraði Sampdoria í úrslitaleik keppninnar árið 1992. Leikurinn fór fram á kunnuglegum stað. Gamla Wembley-leikvanginum í Lundúnum sem rifinn var árið 2003 fyrir byggingu leikvangsins sem leikið verður á á laugardaginn. Úrslitaleikurinn á Wembley: Messi og Chicharito markahæstirGrafík / Visir.isBarcelona frá Spáni og Manchester United frá Englandi mætast í úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Wembley leikvanginum á laugardaginn. Argentínumaðurinn Lionel Messi er markahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar með 11 mörk og Barcelonamaðurinn verður án efa í stóru hlutverki gegn Man Utd. Markahæsti leikmaður enska liðsins í Meistaradeildinni er Javier Hernández eða Chicharito með 4 mörk. Það er óvíst hvort Chicharito verði í byrjunarliði Man Utd en hann hefur farið á kostum á sínu fyrsta tímabili. Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Man Utd hefur úr mörgum framherjum að velja og erfitt að spá fyrir um liðsvalið hjá hinum þaulreynda knattspyrnustjóra. Lionel Messi hefur átt frábært tímabil en hann var valinn knattspyrnumaður ársins hjá FIFA fyrir árið 2010. Chicharito skoraði sitt fyrsta mark fyrir Man Utd aðeins 18 mínútum eftir að hann kom inná sem varamaður á 63. mín í leik gegn bandarísku úrvalsliði í lok júlí 2010. Eins og sjá má í tölfræðinni hér fyrir ofan hefur flest gengið upp hjá hinum unga framherja á fyrsta tímabili hans með Man Utd. Þetta er í annað sinn á þremur árum sem þessi lið mætast í úrslitum keppninnar en bæði lið hafa landað þremur Evrópumeistaratitlum. Barcelona hafði betur gegn Real Madrid í undanúrslitum keppninnar 3-1 samanlagt og Man Utd lagði Schalke frá Þýskalandi 6-1 samanlagt. Man Utd hefur leikið til úrslita í þessari keppni þrjú skipti á síðustu fjórum árum. Barcelona vann sinn fyrsta Evrópumeistaratitil vorið 1992 en þá fór úrslitaleikurinn fram á Wembley.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Úrslitaleikurinn á Wembley: Messi og Chicharito markahæstir Barcelona frá Spáni og Manchester United frá Englandi mætast í úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Wembley leikvanginum á laugardaginn. Argentínumaðurinn Lionel Messi er markahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar með 11 mörk og Barcelonamaðurinn verður án efa í stóru hlutverki gegn Man Utd. Markahæsti leikmaður enska liðsins í Meistaradeildinni er Javier Hernández eða Chicharito með 4 mörk. 24. maí 2011 22:00 Úrslitaleikurinn á Wembley: Tröllið og prinsinn í öftustu línu Nemanja Vidic sem nýverið leiddi Manchester United til sigurs í ensku úrvalsdeildinni hefur verið einn traustasti leikmaður liðsins síðan hann kom til Englands árið 2006. Segja má að með komu Vidic til United hafi hjólin farið að snúast á nýjan leik eftir nokkur mögur ár. 26. maí 2011 16:15 Úrslitaleikurinn á Wembley: Gamli og nýi tíminn mætast Þjálfari Man Utd, Sir Alex Ferguson, hyggur vafalítið á hefndir fyrir 2-0 tapið gegn Barcelona í úrslitaleiknum í Róm fyrir tveimur árum. Ferguson þótti tapið sérstaklega sárt en hann hefur lítið viljað ræða leikinn við fjölmiðla síðan. Sjaldan hefur lið hans verið jafn yfirspilað og gegn liðsmönnum Guardiola það kvöld. Ljóst er að Ferguson vill ekki upplifa slíka niðurlægingu aftur. 25. maí 2011 16:00 Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Sjá meira
Úrslitaleikurinn á Wembley: Messi og Chicharito markahæstir Barcelona frá Spáni og Manchester United frá Englandi mætast í úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Wembley leikvanginum á laugardaginn. Argentínumaðurinn Lionel Messi er markahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar með 11 mörk og Barcelonamaðurinn verður án efa í stóru hlutverki gegn Man Utd. Markahæsti leikmaður enska liðsins í Meistaradeildinni er Javier Hernández eða Chicharito með 4 mörk. 24. maí 2011 22:00
Úrslitaleikurinn á Wembley: Tröllið og prinsinn í öftustu línu Nemanja Vidic sem nýverið leiddi Manchester United til sigurs í ensku úrvalsdeildinni hefur verið einn traustasti leikmaður liðsins síðan hann kom til Englands árið 2006. Segja má að með komu Vidic til United hafi hjólin farið að snúast á nýjan leik eftir nokkur mögur ár. 26. maí 2011 16:15
Úrslitaleikurinn á Wembley: Gamli og nýi tíminn mætast Þjálfari Man Utd, Sir Alex Ferguson, hyggur vafalítið á hefndir fyrir 2-0 tapið gegn Barcelona í úrslitaleiknum í Róm fyrir tveimur árum. Ferguson þótti tapið sérstaklega sárt en hann hefur lítið viljað ræða leikinn við fjölmiðla síðan. Sjaldan hefur lið hans verið jafn yfirspilað og gegn liðsmönnum Guardiola það kvöld. Ljóst er að Ferguson vill ekki upplifa slíka niðurlægingu aftur. 25. maí 2011 16:00