Birgir Leifur Hafþórsson lék á þremur höggum undir pari á móti í Belgíu en það er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu.
Birgir Leifur lék á þremur höggum yfir pari á fyrsta keppnisdeginum og er því samtals á pari. Hann er í 26.-37. sæti og færði sig upp um 50 sæti í dag.
Hann lék frábærlega á fyrri níu holunum í dag og náði til að mynda einum erni og tveimur fuglum. Efstur eftir fyrstu tvo dagana er Englendingur Tommy Fleetwood sem er á samtals sex höggum undir pari.
Birgir Leifur bætti sig um sex högg í dag
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
