Handboltaþjálfarinn Aron Kristjánsson segist ekki vera tekinn aftur við Haukum eins og fullyrt er á fréttamiðlinum sport.is í dag. Haukar eru að leita sér að nýjum þjálfara eftir að hafa misst af úrslitakeppni N1 deildar karla í vetur.
Aron sem rekinn var úr starfi þjálfara Hannover Burgdorf í þýska handboltanum í vetur játti því þó í samtali við íþróttadeild í morgun að hann hafi átt í viðræðum við Hauka en hann sé ekki enn laus allra mála hjá þýska félaginu.
Aron þjálfaði Hauka á árunum 2008 til 2010 og gerði félagið þrisvar sinnum að Íslandsmeisturum. Haukarnir urðu í 6. sæti í deildinni áður en hann tók við og enduðu síðan í 5. sæti í deildinni í vetur á fyrsta tímabilinu eftir að Aron yfirgaf Ásvelli.
Aron segist ekki tekinn við Haukaliðinu
Hans Steinar Bjarnason skrifar

Mest lesið


Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool
Enski boltinn




Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR
Íslenski boltinn

Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri
Enski boltinn


„Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“
Íslenski boltinn

„Ég get ekki beðið“
Handbolti