Hlutir í gjaldþrota banka hækkuðu um 950% 13. maí 2011 12:43 Slagsmál tveggja danskra tískuhúsa um hinn gjaldþrota banka, Bonusbanken, í kauphöllinni í Kaupmannahöfn hafa valdið því að hlutir í félaginu Holdingselskapet af 1958 hafa hækkað um 950% á einni viku. Þrotabúið er nær eina eign félagsins. Fyrir viku síðan stóðu þessir hlutir í 10 aurum dönskum á stykkið og þann dag námu viðskiptin með þá litlum 400 dönskum krónum. Í gærdag námu viðskiptin hinsvegar hátt í 100.000 dönskum kr. og frá því í morgun hefur sú tala hækkað. Gengið hlutanna á hádegi í dag stóð í 98 aurum dönskum. Tískuhúsin tvö, DK Company og Smartguy, eru ekki á leið í bankaviðskipti. Það sem þau eru á höttunum eftir er kauphallarskráning Bonusbanken sem enn er virk. Með því að eignast hana geta tískuhúsin sparað sér talsvert fé í skráningu sinni á markaðinn. Áður en slagsmál tískuhúsanna hófust var markaðsvirði Holdingselskapet af 1958 talið nema um 3,5 milljónum danskra kr. Á hádegi í dag var það komið í yfir 37 milljónir danskra kr. Tengdar fréttir Slegist um hluti í gjaldþrota dönskum banka Slegist er um hluti í eignarhaldsfélagi hins gjaldþrota banka Bonusbanken í kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Tískuhúsið DK Company hóf að bjóða í hlutina á mánudaginn var en nú er fataframleiðandinn Smartguy farinn að kaupa hlutina og yfirbýður tískuhúsið. 11. maí 2011 10:10 Tískuhús vill kaupa gjaldþrota banka Hlutabréf í eignarhaldsfélaginu Holdingselskabet af 1958 hafa átt rjómadag í kauphöllinni í Kaupmannahöfn en þau hafa hækkað um 150% í verði frá því í morgun. Ástæðan er að tískuhúsið DK Company vill kaupa eina af eignum félagsins sem er hinn gjaldþrota banki Bonusbanken. 9. maí 2011 14:50 Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Slagsmál tveggja danskra tískuhúsa um hinn gjaldþrota banka, Bonusbanken, í kauphöllinni í Kaupmannahöfn hafa valdið því að hlutir í félaginu Holdingselskapet af 1958 hafa hækkað um 950% á einni viku. Þrotabúið er nær eina eign félagsins. Fyrir viku síðan stóðu þessir hlutir í 10 aurum dönskum á stykkið og þann dag námu viðskiptin með þá litlum 400 dönskum krónum. Í gærdag námu viðskiptin hinsvegar hátt í 100.000 dönskum kr. og frá því í morgun hefur sú tala hækkað. Gengið hlutanna á hádegi í dag stóð í 98 aurum dönskum. Tískuhúsin tvö, DK Company og Smartguy, eru ekki á leið í bankaviðskipti. Það sem þau eru á höttunum eftir er kauphallarskráning Bonusbanken sem enn er virk. Með því að eignast hana geta tískuhúsin sparað sér talsvert fé í skráningu sinni á markaðinn. Áður en slagsmál tískuhúsanna hófust var markaðsvirði Holdingselskapet af 1958 talið nema um 3,5 milljónum danskra kr. Á hádegi í dag var það komið í yfir 37 milljónir danskra kr.
Tengdar fréttir Slegist um hluti í gjaldþrota dönskum banka Slegist er um hluti í eignarhaldsfélagi hins gjaldþrota banka Bonusbanken í kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Tískuhúsið DK Company hóf að bjóða í hlutina á mánudaginn var en nú er fataframleiðandinn Smartguy farinn að kaupa hlutina og yfirbýður tískuhúsið. 11. maí 2011 10:10 Tískuhús vill kaupa gjaldþrota banka Hlutabréf í eignarhaldsfélaginu Holdingselskabet af 1958 hafa átt rjómadag í kauphöllinni í Kaupmannahöfn en þau hafa hækkað um 150% í verði frá því í morgun. Ástæðan er að tískuhúsið DK Company vill kaupa eina af eignum félagsins sem er hinn gjaldþrota banki Bonusbanken. 9. maí 2011 14:50 Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Slegist um hluti í gjaldþrota dönskum banka Slegist er um hluti í eignarhaldsfélagi hins gjaldþrota banka Bonusbanken í kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Tískuhúsið DK Company hóf að bjóða í hlutina á mánudaginn var en nú er fataframleiðandinn Smartguy farinn að kaupa hlutina og yfirbýður tískuhúsið. 11. maí 2011 10:10
Tískuhús vill kaupa gjaldþrota banka Hlutabréf í eignarhaldsfélaginu Holdingselskabet af 1958 hafa átt rjómadag í kauphöllinni í Kaupmannahöfn en þau hafa hækkað um 150% í verði frá því í morgun. Ástæðan er að tískuhúsið DK Company vill kaupa eina af eignum félagsins sem er hinn gjaldþrota banki Bonusbanken. 9. maí 2011 14:50