Birgir Leifur Hafþórsson er í 2.-6. sæti eftir þrjá daga á móti í Áskorendamótaröð Evrópu sem fer nú fram á Ítalíu.
Birgir Liefur lék á 67 höggum í dag og er samtals á sjö höggum undir pari. Efsti maður mótsins, Anthony Snobeck frá Frakklandi, lék á 65 höggum í dag og er á átta höggum undir pari.
Birgir Leifur byrjaði á því að fá skolla á fyrstu holu í dag en steig svo ekki feilspor eftir það. Hann fékk samtals fimm fugla, þar af fjóra á seinni níu holunum.
Lokakeppnisdagurinn fer fram á morgun.
Birgir Leifur höggi á eftir efsta manni
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms
Íslenski boltinn



Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði
Körfubolti


Garnacho ekki í hóp
Enski boltinn

Ísak Bergmann hljóp mest allra
Fótbolti