Annasamur tími framundan hjá nýliðanum 18. maí 2011 15:10 Belginn Jerome d´Ambrosio ekur með Virgin liðinu. Mynd: Getty Images Belginn Jerome d'Ambrosio hjá Virgin Formúlu 1 liðinu telur að næstu næstu tvær vikur verði spennandi í augum áhorfenda, en keppt verður á Spáni um næstu helgi og í Mónakó helgina eftir. Hann hóf að keppa í Formúlu 1 á þessu keppnistímabili og ekur með Timo Glock í liði Virgin sem er að hluta til í eigu Marussia bílaframleiðandans í Rússlandi. „Katalóníu brautin er ein af uppáhaldsbrautum mínum, þar sem ég hef oft keppt þar. Það er gott fyrir ökumenn þegar þeir þekkja brautirnar. Við æfðum þarna í upphafi tímabilsins, en engu að síður þarf að stilla bílunum upp fyrir brautina miðað við aðstæður. Dekk geta virkað vel í eitt skipti, en svo síður í það næsta. Það er annasöm vika framundan, þar sem spænski kappaksturinn er vikuna á undan mótinu í Mónakó. Það eru því tvær frábærar F1 1 vikur framundan fyrir áhorfendur", sagði d'Ambrosio. Timo Glock telur brautina í Katalóníu eina af þeim bestu, ekki síst í ljósi þess að ökumenn hafa keppt og æft á brautinni oft. „Brautin er blanda af mörgum þáttum, mjög hægum svæðum og svo hraðari. Þá eru tveir mjög hraðir beinir kaflar, sérstaklega sá sem er með rásmark og endamarkið. Það er einn hraðasti beini kaflinn á dagatalinu", sagði Glock. „Veðrið getur verið mismunandi á þessum tíma árs, sem gerir mótið áhugaverðara. Markmið okkar er að ná meira út úr búnaði okkar og að fá nýja hluti til að virka betur", sagði Glock, en fékk endurbættan bíl í hendurnar í síðustu keppni, með ýmsum nýjungum. Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Belginn Jerome d'Ambrosio hjá Virgin Formúlu 1 liðinu telur að næstu næstu tvær vikur verði spennandi í augum áhorfenda, en keppt verður á Spáni um næstu helgi og í Mónakó helgina eftir. Hann hóf að keppa í Formúlu 1 á þessu keppnistímabili og ekur með Timo Glock í liði Virgin sem er að hluta til í eigu Marussia bílaframleiðandans í Rússlandi. „Katalóníu brautin er ein af uppáhaldsbrautum mínum, þar sem ég hef oft keppt þar. Það er gott fyrir ökumenn þegar þeir þekkja brautirnar. Við æfðum þarna í upphafi tímabilsins, en engu að síður þarf að stilla bílunum upp fyrir brautina miðað við aðstæður. Dekk geta virkað vel í eitt skipti, en svo síður í það næsta. Það er annasöm vika framundan, þar sem spænski kappaksturinn er vikuna á undan mótinu í Mónakó. Það eru því tvær frábærar F1 1 vikur framundan fyrir áhorfendur", sagði d'Ambrosio. Timo Glock telur brautina í Katalóníu eina af þeim bestu, ekki síst í ljósi þess að ökumenn hafa keppt og æft á brautinni oft. „Brautin er blanda af mörgum þáttum, mjög hægum svæðum og svo hraðari. Þá eru tveir mjög hraðir beinir kaflar, sérstaklega sá sem er með rásmark og endamarkið. Það er einn hraðasti beini kaflinn á dagatalinu", sagði Glock. „Veðrið getur verið mismunandi á þessum tíma árs, sem gerir mótið áhugaverðara. Markmið okkar er að ná meira út úr búnaði okkar og að fá nýja hluti til að virka betur", sagði Glock, en fékk endurbættan bíl í hendurnar í síðustu keppni, með ýmsum nýjungum.
Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira