Falcao tryggði Porto sigur í Evrópudeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2011 20:38 Radamel Falcao fagnar sigurmarki sínu. Mynd/AP Kólumbíumaðurinn Falcao kórónaði sögulegt tímabil sitt í Evrópudeildinni með því að tryggja Porto-liðinu Evrópumeistaratitilinn í úrslitaleiknum á móti Braga í Dublin í kvöld. Falcao skoraði eina mark leiksins mínútu fyrir hálfleik en þetta var 17. mark hans í 14 leikjum í Evrópudeildinni á þessari leiktíð. André Villas-Boas, þjálfari Porto, gerði félagið þar með að Evrópumeisturum á sínu fyrsta heila ári með liðið en hann varð um leið yngsti þjálfarinn sem vinnur Evrópukeppni á vegum UEFA. Villas-Boas er 33 ára og 213 daga gamall og bætti þarna met Gianluca Vialli frá því að Vialli var spilandi stjóri hjá Chelsea árið 1998. Vialli var 33 ára og 308 daga gamall. Radamel Falcao skoraði sigurmarkið sitt með glæsilegum skalla á 44. mínútu eftir flotta fyrirgjöf frá Freddy Guarin. Þetta var sjöunda skallamark Falcao í Evrópudeildinni á tímabilinu. Porto á möguleika á því að vinna þrennuna en liðið spilar til úrslita í portúgalska bikarnum um næstu helgi. Villas-Boas færi þá í fótspor Jose Mourinho sem vann þrennuna með Porto árið 2003 og þar á meðal var Evrópukeppni félagsliða sem er forveri Evrópudeildarinnar. Evrópudeild UEFA Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Fleiri fréttir Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Sjá meira
Kólumbíumaðurinn Falcao kórónaði sögulegt tímabil sitt í Evrópudeildinni með því að tryggja Porto-liðinu Evrópumeistaratitilinn í úrslitaleiknum á móti Braga í Dublin í kvöld. Falcao skoraði eina mark leiksins mínútu fyrir hálfleik en þetta var 17. mark hans í 14 leikjum í Evrópudeildinni á þessari leiktíð. André Villas-Boas, þjálfari Porto, gerði félagið þar með að Evrópumeisturum á sínu fyrsta heila ári með liðið en hann varð um leið yngsti þjálfarinn sem vinnur Evrópukeppni á vegum UEFA. Villas-Boas er 33 ára og 213 daga gamall og bætti þarna met Gianluca Vialli frá því að Vialli var spilandi stjóri hjá Chelsea árið 1998. Vialli var 33 ára og 308 daga gamall. Radamel Falcao skoraði sigurmarkið sitt með glæsilegum skalla á 44. mínútu eftir flotta fyrirgjöf frá Freddy Guarin. Þetta var sjöunda skallamark Falcao í Evrópudeildinni á tímabilinu. Porto á möguleika á því að vinna þrennuna en liðið spilar til úrslita í portúgalska bikarnum um næstu helgi. Villas-Boas færi þá í fótspor Jose Mourinho sem vann þrennuna með Porto árið 2003 og þar á meðal var Evrópukeppni félagsliða sem er forveri Evrópudeildarinnar.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Fleiri fréttir Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Sjá meira