Paul di Resta: Verðum að taka framfaraskref 19. maí 2011 14:07 Formúlu 1 nýliðinn Paul di Resta hlakkar til mótsins á Spáni um helgina, sem fer fram á Katalóníu brautinni sem er í 35 km fjarlægð frá Barcelona, höfuðborg Katalóníu héraðsins. Di Resta og Adrian Sutil aka með Force India á braut sem var notuð til æfinga í vetur og hefur verið notuð frá árinu 1991. „Ég hlakka verulega til þessarar helgar, af því ég þekki Barcelona brautina betur en nokkra aðra braut á dagatalinu. Við æfðum í tvígang á brautinni í vetur og ég ók bílnum í fjóra daga, þannig að ég tel mig nokkuð vel undirbúinn. Í raun þekkja allir ökumenn þessa braut eins og handarbakið á sér og liðin eru með mikið af upplýsingum um hana", sagði di Resta í fréttatilkynningu frá Force India. Sumir kenna Katalóníu brautina við Barcelona, þar sem borgin er nokkuð nærri henni. „Það er hefð fyrir því að lið mæti með uppfærslur á bílum sínum í þetta mót og við verðum því að taka framfaraskref, ef við ætlum að blanda okkur í baráttuna. Við reyndum nýjan framvæng í Istanbúl og við vonumst til að taka fleiri skref í náinni framtíð. Liðið hefur unnið hörðum höndum að því að þróa þessa nýjung og menn eru upprifnir af því að fara nota þetta í keppni og það er tilhlökkunarefni. Markmiðið þessa helgina er að ná í stig. Við höfum verið nokkuð nálægt þeim tíu fremstu til þessa og vonandi getum verið verið í baráttunni", sagði di Resta. Sutil telur að fyrstu þrjá beygjur brautarinnar séu erfiðastar. „Þetta er hraður kafli og það er mikilvægt að ná fyrstu beygjunni rétt til að ná réttri aksturslínu gegnum næstu tvær beygjur. Í tímatökunm er hægt að taka beygju þrjú á fullri gjöf", sagði Sutil. „Fyrsta og annað tímatökusvæðið eru háhraða svæði og það er mikilvægt að yfirbyggingin sé vel upp sett og í jafnvægi. Síðasti hlutinn er frekar hægur og mekkanísk uppsetning er mikilvægari þar. Vandamálið er að finna hinn gullna meðalveg." Aðspurður um hvort hann teldi að meira yrði um framúrakstur í ár á brautinni sagði Sutil: „Við ættum að sjá eitthvað af framúrakstri. Það er langur beinn kafli og það dekkjaslit verður mikið. Ég er viss um að mótið verður öðruvísi en síðustu ár", sagði Sutil. Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Formúlu 1 nýliðinn Paul di Resta hlakkar til mótsins á Spáni um helgina, sem fer fram á Katalóníu brautinni sem er í 35 km fjarlægð frá Barcelona, höfuðborg Katalóníu héraðsins. Di Resta og Adrian Sutil aka með Force India á braut sem var notuð til æfinga í vetur og hefur verið notuð frá árinu 1991. „Ég hlakka verulega til þessarar helgar, af því ég þekki Barcelona brautina betur en nokkra aðra braut á dagatalinu. Við æfðum í tvígang á brautinni í vetur og ég ók bílnum í fjóra daga, þannig að ég tel mig nokkuð vel undirbúinn. Í raun þekkja allir ökumenn þessa braut eins og handarbakið á sér og liðin eru með mikið af upplýsingum um hana", sagði di Resta í fréttatilkynningu frá Force India. Sumir kenna Katalóníu brautina við Barcelona, þar sem borgin er nokkuð nærri henni. „Það er hefð fyrir því að lið mæti með uppfærslur á bílum sínum í þetta mót og við verðum því að taka framfaraskref, ef við ætlum að blanda okkur í baráttuna. Við reyndum nýjan framvæng í Istanbúl og við vonumst til að taka fleiri skref í náinni framtíð. Liðið hefur unnið hörðum höndum að því að þróa þessa nýjung og menn eru upprifnir af því að fara nota þetta í keppni og það er tilhlökkunarefni. Markmiðið þessa helgina er að ná í stig. Við höfum verið nokkuð nálægt þeim tíu fremstu til þessa og vonandi getum verið verið í baráttunni", sagði di Resta. Sutil telur að fyrstu þrjá beygjur brautarinnar séu erfiðastar. „Þetta er hraður kafli og það er mikilvægt að ná fyrstu beygjunni rétt til að ná réttri aksturslínu gegnum næstu tvær beygjur. Í tímatökunm er hægt að taka beygju þrjú á fullri gjöf", sagði Sutil. „Fyrsta og annað tímatökusvæðið eru háhraða svæði og það er mikilvægt að yfirbyggingin sé vel upp sett og í jafnvægi. Síðasti hlutinn er frekar hægur og mekkanísk uppsetning er mikilvægari þar. Vandamálið er að finna hinn gullna meðalveg." Aðspurður um hvort hann teldi að meira yrði um framúrakstur í ár á brautinni sagði Sutil: „Við ættum að sjá eitthvað af framúrakstri. Það er langur beinn kafli og það dekkjaslit verður mikið. Ég er viss um að mótið verður öðruvísi en síðustu ár", sagði Sutil.
Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira