Fótbolti

Man. Utd. að stela Sanchez fyrir framan nefið á City?

Stefán Árni Pálsson skrifar
Manchesterliðin berjast um Sanchez. Mynd. / Getty Images
Manchesterliðin berjast um Sanchez. Mynd. / Getty Images
Manchester United ætlar sér að ná í Alexis Sanchez, framherjann efnilega frá Udinese, en hann hefur verið orðaður við erkifjendurna í Manchester City.

Talsmenn frá Manchester City eiga hafa farið á fund með umboðsmanni Sanchez á föstudaginn, en talið er að fulltrúar frá Manchester United hafi farið til Ítalíu í gærmorgun og hafið samningarviðræður við leikmanninn.

Umboðsmaður Sanchez mun hafa sagt að áhuginn væri mikill hjá leikmanninum að fara frekar til Man. Utd. þrátt fyrir að Man. City væri búið að sýna leikmanninum áhuga í langan tíma. 

Talið er að kaupverðið verði á bilinu 18-25 milljónir punda, en forráðamenn Udinese hafa gefið til kynna að liðin þurfi jafnvel að borga enn hærri upphæð, en Udinese hefur gefið það út að leikmaðurinn sé að leiðinni frá félaginu.

 

 

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×