Guðlaugur Arnarsson var sem klettur í vörn Akureyrar í dag er liðið vann FH 23-22 í æsispennandi leik. Akureyri er 2-1 undir í einvíginu en lék betur í dag en í hinum tveimur leikjunum.
Guðlaugur batt saman vörnina fyrir framan Sveinbjör Pétursson sem var maður leiksins í dag. Sveinbjörn varði 24 skot og fann sig loksins í rammanum.
Rætt er við Guðlaug í myndbandsviðtali hér fyrir ofan.
